Fara í efni

Toyota sank­ar að sér ör­yggis­viður­kenn­ing­um

Fréttir

Frétt af mbl.is

Toyota var áber­andi feng­sælt er Þjóðvega­ör­ygg­is­stofn­un banda­rísku trygg­inga­fé­lag­anna (IIHS) birti lista sinn yfir ár­leg­ar ör­yggis­viður­kenn­ing­ar til bíla­fram­leiðenda.

Óhætt er að segja að Toyota ríði einkar feit­um hesti frá verðlaun­un­um því níu slík­ar féllu jap­anska bílsmiðnum í skaut. Í öðru sæti varð Honda með átta „topp-ör­ygg­is­kost­ur+“-viður­kenn­ing­ar, í þriðja Volkswagen/​Audi með sjö og fjórða sæti Su­baru með sex. Að auki hlaut Honda eina sem plús­inn vantaði á og er því þrep­inu lægri.

Chrysler 200 var eini banda­ríski bíll­inn sem vann til viður­kenn­ing­ar­inn­ar og frá Fiat Chrysler Automobiles-sam­steyp­unni hlaut einn ann­ar bíll út­nefn­ing­una, Fiat 500X. Í neðra þrep­inu endaði svo F-150 SuperCrew.

Top Sa­fety Pick+ heit­ir viður­kenn­ing­in sem bíl er veitt stand­ist hann kröf­ur, en til að koma til álita fyr­ir 2016-verðlaun­in urðu bíla­fram­leiðend­ur að stand­ast strang­ari skil­mála en í fyrra.

Til að koma til álita urðu bíl­ar meðal ann­ars að koma vel frá árekstr­ar­próf­um og vera bún­ir árekstr­ar­vara fyr­ir fram­end­ann.

Eft­ir­tald­ir níu bíl­ar Toyota og dótt­ur­fé­lag­anna Lex­us og Scion geta skreytt sig á næsta ári með út­nefn­ingu IIHS, „topp-ör­ygg­is­bíll“:            Prius v, Camry, Avalon, RAV4, Lex­us CT 200h, Lex­us ES, Lex­us RC, Lex­us NX og Scion iA.

Bíl­arn­ir átta frá Honda sem viður­kenn­ingu IIHS hrepptu eru Acura ILX, Honda Accord fernra dyra stall­bak­ur, Honda Accord tvennra dyra coupe, Acura RLX, Honda CR-V, Honda Pi­lot, Acura MDX og Acura RDX. Plús­lausu viður­kenn­ing­una hlaut svo Honda Odyss­ey.

Bíl­arn­ir sjö frá VW-sam­steyp­unni sem viður­kenn­ing­una öðluðust eru Volkswagen Golf fernra dyra hlaðbak­ur og SportWagen, Volkswagen GTI fernra dyra, Volkswagen Jetta, Volkswagen Passat, Audi A3 og Audi Q5.

Loks hlutu eft­ir­tald­ir bíl­ar Su­baru út­nefn­ingu: Crosstrek, Impreza, WRX, Legacy, Out­back og For­ester.

Þessu til viðbót­ar fékk Volvo fimm út­nefn­ing­ar (S60, V60, S80, XC60 og XC90) og Mazda fjór­ar (Mazda 3 fernra dyra í út­gáf­un­um stall­bak­ur og fernra dyra, Mazda 6 og Mazda CX-5).

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/12/16/toyota_sankar_ad_ser_oryggisvidurkenningum/