Fara í efni

Toyota kynn­ir lúxusvetn­is­bíl

Fréttir

Frétt af mbl.is

Toyota hef­ur birt mynd af nýj­um hug­mynda­bíl sem fyr­ir­tækið mæt­ir með til leiks á bíla­sýn­ing­unni ár­legu í Tókýó sem hefst í næstu viku.          Fine-Com­fort Ride heit­ir grip­ur­inn og er vetnis­knú­inn lúx­us­bíll. Hann er sagður einkar rúm­góður og til marks um hvaða stefnu Toyota ætli að taka í fram­leiðslu lúx­us­bíla. Hann er nokkuð óvenju­leg­ur í lag­inu og nær íveru­klef­inn nán­ast stafna á milli, þökk sé vetn­is­vél­inni. 

Toyota Fine-Com­fort Ride er 4,83 metra lang­ur sem er um það bil sama lengd og Lex­us GS. Hann er hins veg­ar mun breiðari, eða 1,95 metr­ar og þar með breiðari en Mercedes S-Class. Og hjóla­hafið er óvenju­lega mikið eða 3,45 metr­ar, sem er um það bil 30 sentí­metr­um lengra en á lengsta hjóla S-Class bíl­anna.  Raf­mótor er við hvert hjól. 

Í bíln­um verða sæti fyr­ir sex manns og í miðröðinni verða tvö stök sæti sem snúa má til hvorr­ar hliðar og láta falla niður. Í þriðju og öft­ustu röðinni verður bekk­ur.

Vetn­is­vél­in er sögð bjóða upp á þúsund kíló­metra akst­ur áður en þörf sé að bæta á tanka Fine-Com­fort Ride bíls­ins.  Mun aðeins taka nokkr­ar mín­út­ur að fylla tank­ana.

Hermt er að með bíln­um vilji Toyota fyrst og fremst sýna þá mögu­leika í nýrri hönn­un og nýrri út­færslu fólks­bíla sem vetn­is­vél býður upp á.  Það sé meg­in ástæðan fyr­ir því að jap­anski bílsmiður­inn mæti með hann á Tókýó-sýn­ing­una

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/10/19/toyota_kynnir_luxusvetnisbil/