Fara í efni

Toyota hef­ur selt bíla mest í ár

Fréttir

Áætlan­ir grein­ing­ar­fyr­ir­tækja ganga út á að bíla­sala í heim­in­um í ár auk­ist frá í fyrra. Gera þau ráð fyr­ir að sal­an verði ein­hvers staðar á bil­inu 85,5 til 87 millj­ón­ir nýrra fólks- og pall­bíla.

Hvar sem loka­tal­an lend­ir á þessu bili verður um um­tals­verða aukn­ingu að ræða frá í fyrra, er 83,3 millj­ón­ir léttra bíla seld­ist.

Til sept­em­ber­loka nam sal­an á ár­inu rúm­lega 64,5 millj­ón­um bíla að sam­kvæmt niður­stöðum ít­alska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins focus2mo­ve. Það spá­ir því að loka­tala árs­ins verði 86,7 millj­ón­ir ein­taka, sem er 3,1% aukn­ing frá í fyrra.

Toyota er sölu­hæsti bílsmiður­inn, hafði selt 6,19 millj­ón­ir bíla til sept­em­ber­loka sem er 9,6% hlut­deild í heild­ar­markaðinum. Í öðru sæti var Volkswagen með 4,98 millj­ón­ir bíla eða 7,7% hlut­deild og í þriðja sæti banda­ríski bílris­inn Ford með 4,36 millj­ón­ir bíla sem er 6,8% markaðsskerf­ur.

Í sæt­um fjög­ur til fimmtán eru eft­ir­tal­in bíla­merki: Hyundai með 3,56 millj­ón­ir bíla, Nis­s­an 3,53 millj­ón­ir, Honda með 3,16 millj­ón­ir, Kia með 2,1 millj­ón­ir, Renault með 1,52 millj­ón­ir, Peu­geot með 1,41 millj­ón, Mercedes-Benz með 1,32 millj­ón­ir, BMW með 1,31 millj­ón, Audi 1,3 millj­ón­ir, Fiat með 1,36 millj­ón­ir og Wul­ing hinn kín­verski með 1,25 millj­ón­ir bíla sem er 1,9% hlut­deild í heims­markaði fyr­ir bíla.

Í fram­an­greind­um töl­um er um að ræða bíla­merki, ekki heild­ar­sölu bílsmiða. Buick-merkið í eigu Gener­al Motors hef­ur selt um 856.000 bíla á ár­inu og 361.000 bíl­ar hafa selst af lúx­us­bíla­merki Toyota, Lex­us. Þá hef­ur Jeep, sem er í eigu Fiat Chrysler-sam­steyp­unn­ar, selt um 658.000 bíla og Ram pall­bíla­deild­in hef­ur selt 408.000 pall­bíla í ár. Sölu­töl­ur pall­bíl­anna Ford F-150 og Chevy Sil­vera­do eru innifald­ar í heild­ar­sölu Ford og Chevr­olet hér að fram­an.

Fyr­ir utan toppslag­inn og keppni VW og Gener­al Motors um að skáka Toyota úr efsta sæt­inu á sér einnig stað jöfn keppni fram­leiðenda lúx­us­bíla neðar á list­an­um. Mercedes hef­ur selt ögn fleiri bíla en BMW, sem aft­ur á móti hef­ur selt aðeins bet­ur en Audi. BMW hef­ur verið að selja bet­ur síðustu vik­ur og mánuði en Mercedes og því ljóst að hörðum slag þeirra um að geta sagst mest­ur lýk­ur ekki fyrr en á gaml­árs­dag segir í frétt á mbl.is