Fara í efni

Toyota endist lengst.!

Fréttir

Hver vill bíl sem er „verðlaus“? Kannski við öll. Á end­an­um verða all­ir bíl­ar verðlaus­ir en eft­ir mis­jafn­lega langa end­ingu. Því ætli það sé ekki góður mæli­kv­arði á ágæti bíls hversu langt má keyra hann áður en hann bók­staf­lega hryn­ur og verður verðlaus.

Sé sú aðferð brúkuð seg­ir fyr­ir­tækið Mojo Motors í New York að Toyota smíði end­ing­ar­bestu fólks- og pall­bíl­ana. Að meðaltali má aka Toyot­um rúm­lega 320 þúsund kíló­metra áður en þær telj­ast verðlaus­ar, að því er fram kem­ur á bíla­sölu­vefsíðu Mojo Motors, mojomotors.com.

Í grein­ingu fyr­ir­tæk­is­ins voru Honda­bíl­ar þeir ein­ustu til viðbót­ar sem lifa að jafnaði rúm­lega 200.000 míl­ur, eða 320 þúsund km, áður en þeir ná hinu fræðilega verðleys­is­gildi. Banda­rísku bílsmiðirn­ir Ford, Dod­ge og Chevr­olet voru í næstu þrem­ur sæt­um, aðallega vegna traustr­ar end­ing­ar pall­bíla þeirra.

Talsmaður Mojo Motors seg­ir að hjá því verði ekki kom­ist að bíl­ar séu eign sem verði að af­skrifa með tím­an­um. Göm­ul þumalputta­regla segi að flest­ir bíl­ar falli um 40% um leið og þeim er ekið af bíla­sölu. Að meðaltali séu af­skrift­irn­ar 55% á fyrstu þrem­ur árum bíls. Fyr­ir­tækið freistaði að finna út áreiðan­leika og end­ingu bíla með því að greina rúm­lega hálfa millj­ón fólks og pall­bíla á bíla­söl­um af ár­gerðunum 1995 til 2014.

Niðurstaðan varð sú, að áður en þeir hrynja og geta ekki meir end­ast eft­ir­far­andi bíla­merki að meðaltali sem hér seg­ir:

1. Toyota – 337.128 km

2. Honda – 334.401

3. Ford – 317.454

4. Dod­ge – 317.161

5. Chevr­olet – 313.206

6. Nis­s­an – 312.804

7. Su­baru – 302.992

8. GMC – 301.734

9. Acura – 286.315

10. Mazda – 284.366

agas@mbl.is