Töfrateppi götunnar“, eins og bílablaðamenn hafa meðal annars haft á orði um Porsche Panamera, sem er til sýnis í nýjustu útgáfunni hjá Bílabúð Benna.
„Við kynnum núna nýja útgáfu af Porsche Panamera. Satt að segja skortir mig orð til að lýsa honum og hvet því fólk til að koma í Porsche-salinn og skoða hann sjálft í návígi. Kraftur og fegurð Panamera lætur engan sannan bílaáhugamann ósnortinn,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi, í tilefni sýningarinnar.
Porsche Panamera kom fyrst á markað árið 2009 og hafa bílablaðamenn ætíð gefið glæsibifreið þessari góða dóma. Hafa þeir meðal annars lofað að bílinn skyldi búa yfir hvoru tveggja í senn, þægindunum og sportlegum eiginleikunum.
Sýningin er í Porsche-salnum hjá Bílabúð Benna, en þar verður Panamera í fríðum hópi Porsche-bifreiða.