Fara í efni

Tí­unda kyn­slóð Honda Civic

Fréttir

Frétt af mbl.is

Þótt það hafi ekki verið form­lega staðfest bend­ir allt til þess að frumb­urður tí­undu kyn­slóðar Honda Civic verði heims­frum­sýnd­ur sam­tím­is í tveim­ur banda­rísk­um borg­um um miðjan sept­em­ber.

Heim­ild­ir herma að 16. sept­em­ber næst­kom­andi verði frum­sýn­ing­ar­dag­ur­inn og Civic verði þá svipt­ur hul­um bæði í Los Ang­eles og bíla­borg­inni Detroit.

At­hygli vek­ur að Honda fer ekki með bíl­inn til sýn­ing­ar­inn­ar í Frankfurt þrátt fyr­ir að nýi bíll­inn sé hnatt­rænt mód­el, þ.e. ekki sér­sniðinn að evr­ópsk­um eða banda­rísk­um þörf­um, eins og verið hef­ur.

Nýi Civic er byggður upp af al­gjör­lega nýj­um und­ir­vagni og brotið verður blað í sögu Honda með því að í hon­um verða hverfil­blásn­ar vél­ar sem er nokk­urt sem Honda hef­ur forðast sem heit­an eld í Civic hingað til.

Und­ir vél­ar­hlíf­inni verður ný 1,5 lítra og fjög­urra strokka VTEC-vél en í mód­elút­gáf­un­um Si og Type R bjóðast nokk­ur af­brigði af öfl­ugri 2,0 lítra og fjög­urra strokka vél.

Það verður fjög­urra dyra stall­bak­ur sem teflt verður fram á frum­sýn­ing­unni en síðar er bú­ist við að birt­ist bæði tveggja dyra út­gáfa og svo hlaðbak­ur.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/08/31/tiunda_kynslod_honda_civic/