Fara í efni

Tilkynning um breytingar á tollskrá, aðflutningsgjöldum og fleira við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2023

Fréttir

Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl., vegna tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2023.


Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar eru 1. janúar 2023 nema annað sé tekið fram.

1. Kolefnisgjöld á eldsneyti, K* gjöld
Nefnd kolefnisgjöld verða þessi:
K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía: 13,00 kr./lítra
K3 Kolefnisgjald. Bensín: 11,30 kr./lítra
K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía: 15,95 kr./kg.
K6 Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni: 14,15 kr./kg.
Heimild: 1. gr. laga nr. xxx/2022 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

2. Vörugjald af bensíni, LB gjald
Gjaldið verður:
LB Vörugjald af bensíni: 35,55 kr./lítra
Heimild: 7. gr. laga nr. xxx/2022 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

3. Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld
Gjöldin verða:
C1 Blýlaust bensín: 52,45 kr./lítra
C2 Annað en blýlaust bensín: 55,55 kr./lítra
Heimild: 8. gr. laga nr. xxx/2022 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

4. Olíugjald, C3 gjald
C3 Olíugjald á gas- og dísilolíu og ennfremur á steinolíu til ökutækja: 72,85 kr./lítra
Heimild: 9. gr. laga nr. xxx/2022 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022.

7. Úrvinnslugjöld, B gjöld
Breytingar eru skv. 31.-36. gr. laga nr. xxx/2022 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023 og breyta lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002. Einnig skv. lögum nr. yyy/2022 um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002 (hringrásarhagkerfi, umbúðatafla, reiknireglur, viðaukar).

Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a.
BV Í stað 22 kr./kg. kemur: 42 kr./kg.
BX Í stað 30 kr./kg. kemur: 82 kr./kg.

BP Í stað 30 kr./kg. í viðauka I við lögin kemur: 82 kr./kg.

Viðauki IV uppfærður, sbr. 4. gr. laga nr. yyy/2022
BL Taxti er 70 kr./kg.
BL Taxti í tollskrárnúmerinu 2710.1940 er 1,3 kr./kg.

Viðauki V uppfærður, sbr. 5. gr. laga nr. yyy/2022
BF Taxti er 26 kr./kg. eða 150 kr./kg., mismunandi eftir tollskrárnúmeri

Viðauki VI uppfærður, sbr. 6. gr. laga nr. yyy/2022
BK Taxti er 260 kr./kg.

Viðauki VII uppfærður, sbr. 7. gr. laga nr. yyy/2022
BJ Taxti er 8 kr./kg.

Viðauki VIII uppfærður, sbr. 8. gr. laga nr. yyy/2022
BE Taxti er 50 kr./kg.

Viðauki IX uppfærður, sbr. 9. gr. laga nr. yyy/2022
BT Taxti er 40 kr./kg.

Viðauki X uppfærður, sbr. 10. gr. laga nr. yyy/2022
BH Taxti er kr./kg., mismunandi eftir tollskrárnúmeri.
BO Taxti í tollskrárnúmeri 8506.1010 er 8 kr./stk.

Viðauki XI uppfærður, sbr. 11. gr. laga nr. yyy/2022
BA Taxti er kr./stk., mismunandi eftir tollskrárnúmeri.
BB Taxti er 8 kr./kg.*
BC Taxti er kr./kg., mismunandi eftir tollskrárnúmeri.

Við lögin bætist nýr viðauki, viðauki XI A, sbr. 12. gr. laga nr. yyy/2022
Ný úrvinnslugjöld, B4, B5 og B6
B4 Taxti er 500 kr./stk.
B5 Taxti er 20 kr./kg.*
B6 Taxti er kr./kg.*, mismunandi eftir tollskrárnúmeri

Viðauki XII uppfærður, sbr. 13. gr. laga nr. yyy/2022
BD Taxti er kr./kg., mismunandi eftir tollskrárnúmeri.

Viðauki XIII uppfærður, sbr. 14. gr. laga nr. yyy/2022
BN Taxti er 900 kr./kg.

Viðauki XIV uppfærður, sbr. 15. gr. laga nr. yyyy/2022
BI Taxti er 25 kr./kg.

Viðauki XV uppfærður, sbr. 16. gr. laga nr. yyy/2022
BM Taxti er 2,5 kr./kg.

Viðauki XVI uppfærður, sbr. 17. gr. laga nr. yyy/2022
BR Taxti er kr./kg., mismunandi eftir tollskránúmeri.
BS Taxti er kr./stk., mismunandi eftir tollskránúmeri.

Viðauki XIX uppfærður, sbr. 20. gr. laga nr. yyy/2022
BU Taxti er kr./kg., mismunandi eftir tollskránúmeri.

Við lögin bætist nýr viðauki, viðauki XX, sbr. 36. gr. laga nr. xxx/2022
Nýtt úrvinnslugjald, B3
B3 Taxti er 27 kr./kg.

*Skrá skal kóðann LIT og þyngd í reit 47 í SAD tollskýrslu en þyngd í lítrasvæði vörulínu í eldri gerð tollskýrslu.

8. Vörugjald af ökutækum, N gjöld
N1 Viðmiðun CO2 losunar breytist og verður 0,34% á hvert gramm skráðrar koltvísýringslosunar umfram 69 grömm á hvern ekinn kílómetra.
Heimild: 5. gr. laga nr. xxx/2022 um breytingu á ýmsum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

N2 og N3 Viðmiðun CO2 losunar breytist og verður 0,28% á hvert gramm skráðrar koltvísýringslosunar umfram 85 grömm á hvern ekinn kílómetra.
Heimild: 5. gr. laga nr. xxx/2022 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

9. Nýtt gjald, MY, sérstakt vörugjald af ökutækjum
MY 5% sérstakt vörugjald er lagt á ökutæki óháð koltvísýringslosun (samanlagt vörugjald skal þó ekki nema meira en 65% á hvert ökutæki); á ökutæki skráð með metan eða metanól sem aðalorkugjafa; og á ökutæki knúin vetni eða rafhreyfli að öllu leyti.
Heimild: 5. og 6. gr. laga nr. xxx/2022 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

11. Undanþáguheimildir
LÖT31 undanþágukóði, lækkun á skráðri CO2 losun húsbifreiða, framlengd og gildir út árið 2023.
Heimild: 3. gr. laga nr. zzz/2022 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, fjöldatakmörk vistvænna ökutækja o.fl.).

VSKRB og VSKVB undanþágukóðar, lækkun virðisaukaskatts vegna innflutnings á rafmagns- eða vetnisbifhjóli. Hámark niðurfellingar lækkar úr kr. 1.560.000 í kr. 1.320.000.
Heimild: 4. gr. laga nr. zzz/2022 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, fjöldatakmörk vistvænna ökutækja o.fl.).

VSKRA og VSKVE undanþágukóðar, lækkun virðisaukaskatts vegna innflutnings á rafmagns- eða vetnisbifreið. Hámark niðurfellingar lækkar úr kr. 1.560.000 í kr. 1.320.000.
Heimild: 2. mgr. XXIV bráðabirgðaákvæðis við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

Ábendingar
Útflutningur - Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi, sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu.

Innflutningur - Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).

Á vef Skattsins má skoða annars vegar tegundir tolla og hins vegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Skattsins.

Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: Tæknisvið tollasviðs Skattsins
ut[hja]skatturinn.is eða þjónustuvakt, sími: 442 1505
Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver tollasviðs Skattsins
upplysingar[hja]skatturinn.is, sími 560 0300