Fara í efni

Tilbrigði við goðsögn

Fréttir

Það er ekki of­sög­um sagt að Porsche 911 er með allra nafn­toguðustu og fal­leg­ustu sport­bíl­um sög­unn­ar enda varð hann klass­ísk­ur nán­ast um leið og hann kom fram á sjón­ar­sviðið fyr­ir rétt rösk­lega hálfri öld.

Ein­stakt sköpu­lagið, sem er hug­ar­fóst­ur sjálfs frum­herj­ans Fer­d­in­ands Porsche, telst sí­gild hönn­un og hef­ur fram­leiðand­inn borið gæfu til að standa vörð um grunnþætti 911 allt fram á þenn­an dag. Targa er eitt af­brigðið af „Neu­nelf“ eins og heima­menn kalla 911 bíl­inn og felst í hon­um val­kost­ur sem er í senn gríp­andi fyr­ir augað og geggjaður að keyra. Porsche frum­sýndi bíl­inn og kynnti fyr­ir blaðamönn­um í byrj­un apríl í Púgl­íu-héraði (sem er hæll­inn á Ítal­íu) og und­ir­ritaður fékk þar að taka téðan bíl til kost­anna.

Hönn­un kom­in í hring

Porsche kynnti 911 bíl­inn fyrst árið 1963 og fjór­um árum síðar kom Targa-af­brigðið fram á sjón­ar­sviðið.Aðstaða öku­manns og viðmót tækja er allt eins og best verður á kosið. Allt er inn­an þægi­legr­ar seil­ing­ar og sæt­in eru kapí­tuli út af fyr­ir sig.

Porsche höfðu áhyggj­ur af því að hefðbund­in blæju­út­gáfa af 911 feng­ist ekki seld til fram­búðar á hinum mik­il­væga Banda­ríkja­markaði af ör­ygg­is­ástæðum og því var sett fram týpa af blæju­bíl með veltigrind – hinum auðþekkj­an­lega stál­litaða Targa-boga sem er alltaf á sín­um stað, hvort held­ur þakið er uppi eða niðri. Nýi 911 Targa-bíll­inn fel­ur ein­mitt í sér ríka til­vís­un í 1968-gerðina; fyr­ir utan þaktopp­inn og Targa-bog­ann er húsið allt úr gleri og gef­ur það óvenjugott út­sýni, jafn­vel þó bog­inn (sem er í raun sam­tengd­ir b-póst­ar og nokkuð breiðir sem slík­ir) feli í sér nokkuð fyr­ir­ferðar­mik­inn blind­an blett. En maður lif­andi hvað þessi bíll lúkk­ar! Það var mik­il snilld að dusta rykið af stál­lit­um boga – hann var lengst af samlit­ur bíln­um – og góð hug­mynd sömu­leiðis að setja á hann tálkn­in sem voru á hon­um forðum. Targa hef­ur að jafnaði haft um 10% markaðshlut­deild af heild­ar­sölu 911 bíla og sér­stakt út­lit 2014-ár­gerðar­inn­ar ljær hon­um nógu mikla sér­stöðu til að bú­ast megi við sterkri hlut­deild í seld­um bíl­um áfram. Það á ekki síst við þegar hann er bor­inn sam­an við aðra sport­bíla frá Porsche með niður­fell­an­legu þaki. Targa er ein­fald­lega svip­sterk­ari en hefðbund­inn 911 Ca­bri­olet-blæju­bíll, þökk sé stál­bog­an­um, og mun lag­legri en Boxster­inn sem hef­ur löng­um liðið fyr­ir kauðal­ega teiknuð aft­ur­ljós­in.

19 sek­úndna þak­sýn­ing

Ýmsar leiðir hafa verið farn­ar gegn­um tíðina til að koma þak­inu á 911 Targa niður. Sú sem kynnt er ný til sög­unn­ar á 2014 ár­gerðinni er býsna til­komu­mik­il. Með hnappi í miðju­stokkn­um er þakið fellt niður eða sett á aft­ur. Tek­ur hvor færsla 19 sek­únd­ur og ökumaður þarf ekki að hreyfa nema litlafing­ur. Fyrst lyfta sterk­ir arm­ar aft­ur­rúðunni upp til að opna geymslu­hólfið fyr­ir þakið; því næst geng­ur þakið aft­ur á öðru pari af örm­um og leggst niður und­ir aft­ur­rúðuna sem leggst svo niður á sinn stað. Þessi serem­ón­ía er sjón að sjá og stóðst und­ir­ritaður ekki að renna bíln­um inn á bíla­plan við bens­ín­stöð í strand­bæn­um Sa­vell­etri til að færa þakið niður. Óhætt er að segja að tím­inn hafi staðið í stað í þess­ar 19 sek­únd­ur því ger­sam­lega öll augu í ná­grenn­inu voru á bíln­um meðan mek­an­ism­inn framdi gald­ur sinn og lét þakið hverfa. 911 Targa er ekki fyr­ir þá sem vilja aka án at­hygli annarra – það mun verða horft á þenn­an bíl hvar sem hann kem­ur. Reynd­ar verður að segj­ast eins og er að það er skrýtið að þurfa að halda takk­an­um uppi eða niðri meðan færsl­an á sér stað, rétt eins og er með rúðurn­ar. Öfugt við rúðurn­ar, sem rétti­lega er hægt að renna mis­hátt upp og niður, eru bara tvær still­ing­ar á þak­inu; uppi eða niðri. Það ætti því í raun að vera nóg að styðja á takk­ann og sleppa svo í stað þess að þurfa að styðja á hann í all­ar 19 sek­únd­urn­ar.

Ómengaður draum­ur í akstri

Að inn­an er Porsche 911 Targa nán­ast óaðfinn­an­leg­ur sport­bíll enda hafa Porsche AG verið að full­komna formúl­una í 50 ár. Hægt er að stilla sæti og stýri á svo fjöl­breytta vegu að nán­ast ómögu­legt er að láta ekki fara vel um sig. Stuðning­ur­inn í sæt­un­um er frá­bær og maður fær fljótt á til­finn­ing­una að hér sé verið að hugsa fyrst og fremst um öku­mann og að hann skemmti sér. Það ger­ir hann líka refja­laust. Það er ómenguð unun að aka þessu tæki, flókn­ara er það nú ekki. Und­ir­ritaður prófaði sjálf­skipt­an Targa 4S og bein­skipt­an Targa 4. Sá sjálf­skipti er bú­inn PDK-skipt­ingu (Porsche Dopp­el-Kupplungs­get­rie­be) þar sem ökumaður get­ur gripið inn í fram­vind­una með hand­virkri skipt­ingu í stýri. Er það vel út af fyr­ir sig en sjálf­skipt­ing­in er svo frá­bær­lega úr garði gerð að manns­hug­ur­inn bæt­ir vart neinu við og þarf því lítið að skipta sér af. Viðbragðið og mýkt­in í sjálf­skipt­ing­unni er eins og allra best ger­ist og það er nán­ast eins og akst­urstölv­an sé bein­tengd huga öku­manns. Hand­virka skipt­ing­in í Targa 4-bíln­um er ekk­ert slor held­ur, silkimjúk og tengsla­flöt­ur­inn slík­ur að það þarf ein­beitt­an klaufa­skap ætli maður sér að láta bíl­inn hiksta í skipt­ingu, og hvað þá að drepa á bíln­um. Það er bein­lín­is óhugs­andi. Það var draum­ur að taka snún­ing á þeim báðum og erfitt að gera upp á milli. Togið er fá­rán­lega flott og þegar ein­stakt urrið í vél­inni fer sam­an við upp­takið fær maður gæsa­húð í fram­hand­legg­ina og titr­ing í mjó­hrygg­inn sem sit­ur eft­ir í minn­ing­unni. Stýr­ing­in er draumi lík­ust og tölvu­stýrð fjöðrun­in sér til þess að jafn­vel í kröpp­ustu beygj­um á þokka­legri sigl­ingu nær miðflótta­aflið ekki að halla bíln­um að ráði; stöðug­leik­inn er al­ger. Verði ég hins­veg­ar að gera upp á milli þeirra þá vel ég þann sjálf­skipta, Targa 4S, því hann er með Launch Control sem ger­ir bíl­inn að hrein­ustu rakettu og hann flýg­ur í hundraðið á 4,2 sek­únd­um. Það er tals­verð upp­lif­un, á minn sann. Targa-bíl­arn­ir eru fjór­hjóla­drifn­ir og valdið yfir veg­in­um er al­gert.

Leik­fang fyr­ir kröfu­h­arða

Fyr­ir hverja er svo Porsche 911 Targa? Eins og fram­ar greindi hef­ur bíll­inn út­lits­lega sér­stöðu í Targa-bog­an­um sem ljær hon­um ein­stak­an svip og það er ástæða fyr­ir kaup­un­um út af fyr­ir sig. Þegar þetta er ritað er alls óvíst hvort bíll­inn verður flutt­ur til lands­ins, að því er inn­an­búðar­menn í umboðinu segja mér, svo verðið ligg­ur ekki fyr­ir. Bíll­inn gæti þó vel átt sér kaup­end­ur hér á landi því hann er aðeins ódýr­ari en hefðbund­inn 911. Aft­ur á móti ger­ir vél­búnaður­inn í felliþak­inu og stóra aft­ur­rúðan hann þyngri og hann er ekki al­veg sami of­ur­sport­ar­inn og 911 Car­rera. Það ger­ir hins veg­ar ekki neitt til.

Ég hef á til­finn­ing­unni að Targa sé miðaður að þeim sem hafa ekki þörf­ina fyr­ir ein­tóm­an hraðbraut­arakst­ur held­ur vilja líka krúsa með þakið niðri og finna ilm­inn af rós­un­um milli þess sem þeir líða áreynslu­laust eft­ir hraðbraut­inni á 190 km/​klst eins og á skýi. Því það gerði hann. Sam­skeyt­in á þak­inu skópu lítið sem ekk­ert vind­gnauð og með þakið niðri þurfti ég ekki að hækka í út­varp­inu fyrr en hraðamæl­ir­inn sagði 110 km/​klst. Farþegi í fram­sæti hefði ef­laust gam­an af líka en aft­ur­sæt­in tvö eru með naum­ind­um fyr­ir full­orðna, alltént ekki í lengri keyrsl­ur, þó að börn­in myndu pluma sig þar. En þetta er nátt­úr­lega ekki bíll sem fólk kaup­ir und­ir stóra fjöl­skyldu eða mik­inn far­ang­ur. Þetta er leik­fang fyr­ir kröfu­h­arða sem vilja ómengaða ánægju í akstri og um leið einn fal­leg­asta Porsche 911 sem komið hef­ur fram hin seinni ár segir í frétt á mbl.is