Fara í efni

Þre­fald­ur sig­ur hjá Kia

Fréttir

Frétt af mbl.is

Kia vann þre­fald­an sig­ur á iF Design Aw­ards 2017 sem þykja ein virt­ustu hönn­un­ar­verðlaun sem veitt eru í heim­in­um. Kia vann sig­ur í þrem­ur flokk­um fyr­ir bíla sína Kia Niro, Kia Optima Sportswagon og hinn glæ­nýja Kia Rio. 

Kór­eski bílsmiður­inn hef­ur þar með unnið til 12 iF Design Aw­ards verðlauna á síðustu 8 árum fyr­ir framúrsk­ar­andi hönn­un á bíl­um sín­um.

„Þetta er að sjálf­sögðu frá­bær ár­ang­ur hjá Kia að vinna þre­fald­an sig­ur á iF Design Aw­ards og und­ir­strik­ar enn hversu vel heppnuð hönn­un Kia bíl­anna er. Við stefn­um á að frum­sýna nýj­an Kia Rio í lok mars, en þetta er fjórða kyn­slóð Rio og mjög spenn­andi bíll. Hann er afar mik­il­væg­ur fyr­ir Kia og við hjá Öskju bíðum spennt eft­ir því að geta boðið hann til sölu. Rio er okk­ar sölu­hæsti bíll und­an­far­in ár og þriðji sölu­hæsti bíll Kia í Evr­ópu. Þetta er einn rúm­besti og best út­búni bíll­inn í sín­um stærðarflokki sem er sölu­hæsti flokk­ur­inn í allri Evr­ópu,“ seg­ir Þor­geir Páls­son, sölu­stjóri Kia hjá Bílaum­boðinu Öskju.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/02/09/threfaldur_sigur_hja_kia/