Fara í efni

Tesla seg­ir hundruð starfs­manna upp

Fréttir

Frétt af mbl.is

Banda­ríski raf­bíla­smiður­inn á ekki sjö dag­ana sæla um þess­ar mund­ir. Vegna gríðarlegra tafa við smíði nýj­asta bíls­ins, Model 3, valda þessu og út­lit þykir fyr­ir að af­köst­in auk­ist ekki al­veg í bráð.

Milli 400 og 700 starfs­menn af um 33.000 fá upp­sagn­ar­bréf þessa dag­ana. Eru það bæði starfs­menn í sjálfri bíl­smíðinni, í sölu­deild og í stjórn­un­ar­störf­um.    

Þrátt fyr­ir að geta veifað pönt­un­arlista frá 450.000 kaup­end­um Model 3 bíls­ins tókst Tesla ein­ung­is að smíða 260 bíla á síðasta árs­fjórðungi. Í ætl­un­um hafði fyr­ir­tækið sett sér sem mark­mið að smíða 1.500 bíla á fjórðungn­um.

Elon Musk, stofn­andi og aðal­stjórn­andi Tesla, hét fjár­fest­um ný­lega að tak­ast mundi að koma af­köst­um bílsmiðjunn­ar í 10.000 ein­tök  á viku þannig að fram­leiðslan myndi ná alls 100.000 ein­tök­um við næstu ára­mót, þar með tald­ir önn­ur mód­el eins og S og X. Þá sagðist Tesla í byrj­un mánaðar­ins vongótt um að geta brotið upp flösku­hálsa í smíði Model 3 en hef­ur eng­ar end­ur­skoðaðar áætlan­ir um smíðina birt enn sem komið er.

Model 3 er ódýr­asti fram­leiðslu­bíll Tesla en hann mun kosta um 30-35.000 doll­ara á göt­una í Banda­ríkj­un­um.  

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/10/15/tesla_segir_hundrud_starfsmanna_upp/