Fara í efni

Sýna á spil­in í Frankfurt

Fréttir

Frétt af mbl.is

Samruni Opel og Vauxhall við frönsku bíla­sam­steyp­una PSA Peu­geot Citroen gekk end­an­lega í gegn fyr­ir rösk­um mánuði. Mun hið nýja fé­lag brátt veita inn­sýn í þær nýj­ung­ar sem fylgja munu kaup­um PSA á fyr­ir­tækj­um Gener­al Motors.

Fyrstu merk­in verða sýni­leg al­menn­ingi á alþjóðlegu bíla­sýn­ing­unni í Frankfurt 14. til 24. sept­em­ber. Þar munu nokkr­ar nýj­ar gerðir af Opel verða heims­frum­sýnd­ar.

Þar ber fyrst að nefna sportjepp­ann Opel Grand­land X. Hann er nýr frá grunni, en að smíði hans komu sér­fræðing­ar bæði frá Opel og PSA. 

„Grand­land X ber öll merki þess að menn ætla sér stóra hluti á hinum hraðvax­andi sportjeppa­markaði. Hann stát­ar af út­lín­um, tækni og rými sem á eng­an sinn lík­an,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þá hef­ur verið boðuð heims­frum­sýn­ing á flagg­skipi Opel, In­signia, í Gsi út­gáfu, sem og Coun­try Tourer út­færsla af þess­um rómaða bíl. 

Eft­ir kaup PSA á Opel og Vauxhall er út­kom­an risa­fyr­ir­tæki með 17% markaðshlut­deild á Evr­ópu­markaði.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/09/05/syna_a_spilin_i_frankfurt/