Ford Explorer er án efa einn vinsælasti sportjeppi sem sögur fara af, allavega vestan Atlantsála.
Hann var endurhannaður frá grunni fyrir rúmum tveimur árum og stærsta breytingin á honum þá var að hann er ekki lengur byggður á grind heldur sem einrýmisbíll. Núna er hann boðinn með meiri búnaði en áður og því þótti okkur alveg tilvalið að reynsluaka bílnum aftur.
Þægilegt aðgengi
Það sem vekur fyrst athygli við bílinn er hversu þægilegt er að smeygja sér inn í hann. Dyr opnast langt niður og opnast vel svo að aðgengi verður mjög gott, líka fyrir smáfólkið sem á auðvelt með að klifra upp í bílinn.
Hátt er upp í farangursrými og plássið mætti alveg vera meira þegar búið er að fella niður sætin.
Þegar inn er komið tekur yfirþyrmandi fjöldi takka og ljósa á móti manni. Bíllinn er búinn nýjustu útgáfu MyFord Touch með stórum snertiskjá fyrir miðju og snertitökkum fyrir miðstöð og fleira. Reyndar eru þessir snertitakkar frekar leiðinlegir í notkun, fyrir það fyrsta eru þeir illa staðsettir fyrir framan sjálfskiptinguna og litlir snertitakkar eru ekki beint það sem maður vil þegar stilla þarf hita eða blástur. Sem betur fer er fjölaðgerðastýrið mjög fullkomið og stýra má hita þaðan ásamt fleiri þáttum í búnaði bílsins. Kostur er að hægt er að slökkva á stjórnborði fyrir miðjusætaröð svo að smáfólkið láti það í friði. Eitt atriði fór þó verulega í taugarnar á undirrituðum, en það var stefnuljósarofinn. Hann er með snertistillingu svo að auðvelt er að blikka þrisvar, en ef setja á stefnuljósin á alveg vandast málið. Þarf þá að ýta fast á stöngina svo að hún smelli nógu langt og oft gerðist það einfaldlega að rofinn fór bara í fyrri stillinguna segir á mbl.is