Fara í efni

Suzuki kynnir nýjan Across tengiltvinnbíl

Fréttir

Suzuki bílar hf. munu frumsýna á næstu vikum nýjan Suzuki Across, sportlegan jeppa með Plug-in Hybrid kerfi og E-Four rafrænu fjórhjóladrifi. Helstu útlitseinkenni Across eru skarpar línur og sportlegur framendi með opnu grilli. Að innan er Across hannaður til að vekja tilfinningu um þægindi, lúxus og akstursánægju.

Mikið er lagt í hágæða efnisval í innréttingu ásamt mjúkum fyllingum í mælaborði og hurdaspjöldum. Að innan er nægt pláss fyrir ökumann og farþega og farangursrýmið er 490 lítrar. Meðal staðalbúnaðar í Across: 9 tommu margmiðlunarskjár með Bluetooth, Android Audio, Apple CarPlay og bakkmyndavél, upphitanlegt leðurklætt stýri, 7 tommu LCD upplýsingarskjár, LED framljós með sjálfvirkri hæðarstillingu, LED afturljós, sætishitarar að framan og aftan, sjálfvirk aðfelling á útispeglum, rafknúin afturhleri með hreyfiskynjara, og 19 tommu álfelgur. Across er meðal öruggustu bíla á markaðnum, öryggisbúnaður m.a. árekstrarviðvaranir með sjálfvirkri neyðarhemlun, skynvæddur hraðafestir (Cruise Control), stillanlegur hámarkshraði, blindblettavari, línuvörn, umferðaskiltalesari, bakkvörn og eCall neyðartilkynningarkerfi.

Kjarni Plug-in Hybrid kerfisins er öflugur rafmótor að framan sem skilar miklu togi á lágum hraða og öflugri 2,5 lítra bensínvél fyrir enn öflugri hröðun á meiri hraða. Rafmótorinn skilar 134 kW og 270 Nm togi, og fær orkuna úr 18.1 kWh hágæða lithium ion rafhlöðu sem staðsett er undir gólfi bílsins. Að aftan er 40 kW rafmótor sem knýr áfram E-Four fjórhjóladrifið og dreifir toginu á milli fram og afturhjóla. Hámarksafl frá tveim rafmótorum og bensínvélinni eru 306 hestöfl. Plug-in Hybrid kerfið er útbúið með mismunandi stillingum: EV stillingu þar sem eingöngu er ekið á rafmagni, EV/HV stillingu, ekið á rafmagni og bensín mótorinn kemur inn eftir þörfum, HV stillingu þar sem bensínvélin styður við hleðslu inná rafhlöðuna. Akstursdrægnin á rafmagni er 75 km. Co2 útblástur er aðeins 22g/km og hröðun 0-100 km/klst er 6,0 sekúndur.

Verðið á Across verður 8.590.000 kr.