Fara í efni

Styrktu gott málefni á bleikum Ford Mustang Mach-E

Fréttir

Styrktu gott málefni á bleikum Ford Mustang Mach-E

Brimborg og Ford á Íslandi ætla heldur betur að lýsa upp skammdegið, mála borgina bleika og styrkja gott málefni í október með fagurbleikum Ford Mustang Mach-E rafbíl.

Bleiki Mustanginn ætlar að láta gott af sér leiða og fyrir hvern reynsluakstur á honum rennur andvirði Bleiku slaufunnar (3.500 kr.) til málefnisins, en Bleika slaufan er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað barráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Meira hér: https://www.brimborg.is/is/frettir/styrktu-gott-malefni-a-bleikum-ford-mustang-mach-e

Myndir: Sergiusz Thor Miernik