Fara í efni

Stjórn Bílgreinasambandsins í heimsókn norðan heiða

Fréttir

Stjórn Bílgreinasambandið fór á dögunum norður á Akureyri til að kynna sér aðstöðu og kennslu Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í bílgreinum.  Ánægjulegt er að sjá hvað starfslið skólans er áhugasamt og leggur mikinn metnað í það sem við er að fást.  Hins vegar er ljóst að bílgreinasviðið skortir fjármuni en á móti kemur að mikil samvinna er á milli skólans og atvinnulífsins fyrir norðan.  Fær skólinn mikla aðstoð frá atvinnulífinu í formi styrkja og kennslu og svo fær skólinn einnig lánuð tæki og tól þegar á þarf að halda.  Kennarar fara líka útá vinnustaðina, bæði með og án nemenda til að kynnast því sem þar er að gerast og jafnvel vinna þar tímabundið.

Einnig heimsótti stjórn nýtt og stórglæsilegt málningar og réttingarverkstæði er Höldur tók í notkun nú í sumar.  Um er að ræða eitt glæsilegasta verkstæði landsins, vel tækjum búið í rúmgóðu húsnæði.  Náið samstarf er á milli þess og VMA en um er að ræða sameiginlegt hagsmunamál norðanmanna að bjóða heimamönnum uppá gott nám og spennandi vinnustaði að námi loknu.