Fara í efni

Starfskynning í Sjálandsskóla

Fréttir
Jóhann Davíð Barðason, eigandi Bifvélavirkinn ehf.
Jóhann Davíð Barðason, eigandi Bifvélavirkinn ehf.

Mikilvægur hluti af starfsemi Bílgreinasambandsins felst í að ýta undir endurnýjun í bílgreininni með margvíslegum hætti. Heldur sambandið m.a. úti auglýsingaherferðum til að kynna mögulegar námsleiðir fyrir ungu fólki, og hefur það hjálpað til við að stórauka umsóknir í nám tengt bílgreinum á síðustu 2 árum. Finna má flest sem snýr að námi í bílgreinum á námssíðu BGS.

En betur má ef duga skal, og aldrei er of snemmt að byrja að kynna greinina fyrir mögulegum framtíðar starfskröftum. Í þeim efnum þá treystir BGS sérstaklega á félagsmenn sína að sinna fræðslu og vekja áhuga ungs fólks, allt niður í grunnskólaaldur.

Gott dæmi um slíkt er Jóhann Davíð Barðason sem á og rekur verkstæðið Bifvélavirkinn ehf. að Norðurhellu 8 í Hafnarfirði, en hann hefur reglulega mætt á starfskynningarviðburði hjá Sjálandsskóla þar sem hann kynnir bifvélavirkjun fyrir krökkum í 8.-10. bekk. Mætir hann þangað vel búinn tækjum og tólum sem vekja mikla lukku hjá unga fólkinu sem fær tækifæri til að snerta, prufa og spyrja um allt það sem þeim dettur í hug. Einn slíkur viðburður var í morgun og eru myndir frá honum hér að neðan.

Frábært framtak hjá Sjálandsskóla og Jóhanni!