Fara í efni

Stærri og rýmri BMW X1 kynnt­ur hjá BL

Fréttir

Frétt af mbl.is

Fjór­hjóla­drifni fjöl­skyldu­bíll­inn BMW X1 verður kynnt­ur nk. laug­ar­dag, 31. októ­ber, hjá BL við Sæv­ar­höfða milli kl. 12 og 16. Þá verða um leið þau tíma­mót að BMW býður X1 líka með fram­hjóla­drifi ein­göngu við hlið fjór­hjóla- og aft­ur­hjóla­drif­inna bíla í flóru bíla BMW.

X1 hef­ur verið end­ur­hannaður frá grunni að utan og inn­an og verður nýr, rýmri og enn drif­meiri en áður. „BMW X1 hef­ur nú fengið á sig skýr­an ætt­ar­svip með öðrum meðlim­um í fjór­hjóla­drifnu X-lín­unni eins og glöggt sést á út­liti bíls­ins. Yf­ir­bygg­ing­in er rúm­um 5 cm hærri en á for­ver­an­um, hæð sæt­anna er sömu­leiðis 6 cm meiri, sem veit­ir um leið aukið út­sýni, auk þess sem fóta­rými við öll sæti er meira en áður. Inn­rétt­ing­in er al­ger­lega ný og full af flott­um smá­atriðum sem auka þæg­indi og all­an aðbúnað. Meðal þess sem nefna má er far­ang­urs­rýmið sem er 505 lítr­ar og hægt að auka í allt að 1.550 lítra,“ seg­ir í til­kynn­ingu vegna sýn­ing­ar­inn­ar.

Tíma­mót með fram­hjóla­drifi

Nýj­ustu gerðir 4 strokka dísil­véla X1 ásamt xDri­ve fjór­hjóla­drifi há­marka nýt­ingu eldsneyt­is­ins með svo ár­angri að út­blást­ur CO2 er nú um 17 pró­sent­um minni en í for­ver­an­um. Þá er X1 nú einnig boðinn með fram­hjóla­drifi ein­göngu í sDri­ve út­gáfu og er X1 jafn­framt sá fyrsti sem BMW set­ur á markað ein­göngu fram­drif­inn.

Meiri tor­færu­geta

Hæð und­ir lægsta punkt á X1 er 18,2 cm. Fjór­hjóla­drifið er nú með enn létt­ari og þróaðri vökv­akúpl­ingu sem stýr­ir virkni drifs­ins og afldreif­ingu til hjól­anna ná­kvæm­ar en áður og er ár­ang­ur­inn m.a. sá að X1 nýt­ir eldsneytið enn bet­ur en for­ver­inn og dreif­ir afli milli hjóla eft­ir aðstæðum hverju sinni til að há­marka veggrip.

Nýj­ar og enn spar­neytn­ari vél­ar

Nýr X1 er boðinn með nýj­um kyn­slóðum bens­ín- og dísil­véla sem upp­fylla EU6, nýj­an meng­un­arstaðal Evr­ópu­sam­bands­ins. Auk xDri­ve fjór­hjóla­drifs­ins er nýr BMW X1 nú einnig í boði með fram­hjóla­drifi í sDri­ve út­gáfu. Tvær bens­ín­vél­ar eru í boði; ann­ars veg­ar 141 kW/​192 hestafla í BMW X1 xDri­ve20i og sDri­ve20i, og hins veg­ar 170 kW/​231 hestafla í BMW X1 xDri­ve25i.

Ein­stak­lega lít­il eyðsla

Gert er ráð fyr­ir að áhugi á dísil­vél­un­um verði meiri en bens­ín­vél­inni enda set­ur 110 kW/​150 hestafla dísil­vél­in í BMW X1 sDri­ve 18d nýtt viðmið í þess­um stærðarflokki því eldsneyt­is­notk­un í blönduðum akstri er aðeins 4,1 til 4,3 l/​100 km og CO2 út­blástur­inn aðeins á bil­inu 109-114 gr/​km sam­kvæmt upp­gefn­um viðmiðun­ar­töl­um fram­leiðand­ans. Aðrar dísil­vél­ar í boði verða 140 kW/​190 hest­öfl í BMW X1 xDri­ve20d og 170 kW/​231 hest­öfl í BMW X1 xDri­ve25d.

Úrval auka­hluta

Hægt er að fá nýj­an X1 með sjálf­virkri fjöðrun­arstill­ingu, sk. Dynamic Dam­per Control, sem sjálf­krafa stíf­ir fjöðrun við aukna inn­gjöf og hraða. Þá verða LED aðalljós í boði auk „Head-Up Display“ sem spegl­ar helstu upp­lýs­ing­um úr mæla­borði á framrúðuna svo ökumaður þurfi ekki að líta af veg­in­um. Þá er einnig hægt að fá nýj­an X1 með hreyf­an­leg­um aft­ur­sæt­um og eykst þá fóta­rými við aft­ur­sæt­in um tæpa 7 cm. Eins og í öðrum gerðum BMW verður hægt að fá hinn nýja BMW X1 í xL­ine, Sport Line og M Sport gerðum með mis­mun­andi úr­búnaðarstigi.  Verðlista er að finna á heimasíðu BL fyr­ir BMW-bíla á vef­slóðinni www.bmw.is.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/10/26/staerri_og_rymri_bmw_x1_kynntur_hja_bl/