Fara í efni

Sprinter City 75 valin smárúta ársins 2019

Fréttir

Nýjasta kynslóð Mercedes-Benz Sprinter City 75 fékk frábæra dóma hjá alþjóðlegri dómnefnd á Minibus Euro Test sem haldin var í Madrid á dögunum. Dómnefndin sem samanstóð af bílablaðamönnum og fleiri sérfræðingum völdu Sprinter City 75 smárútu ársins 2019 og var dómnefndin sérstaklega hrifin af miklu rými og hönnun bílsins en einnig tæknilegum eiginleikum hans.

Sprinter City 75 er innanbæjarútfærsla af strætó og tekur allt að 38 farþega þar af 16 í sæti og 22 stæði. Þannig bíður strætóinn upp á mikil þægindi fyrir farþega sem og gott pláss. Bíllinn er með sérstaklega stórum hliðargluggum sem eykur útsýni fyrir farþega. Bíllinn þykir mjög góður í akstri auk þess að vera eyðslugrannur og umhverfismildur. Vélarnar sem í boði eru bjóða upp á gott afl og tog.

Bíllinn er búinn öllum nýjustu öryggis- og akstursaðstoðarkerfum frá Mercedes-Benz.