Fara í efni

Sport­leg­ur val­kost­ur í jepp­linga­flór­una

Fréttir

Frétt af mbl.is

Hyundai Tuc­son er kom­inn aft­ur fram á sjón­ar­sviðið eft­ir nokkra bið en hann leys­ir af hólmi ix35-jepp­ling­inn. Sá bíll var vin­sæll meðal Hyundai-bíla enda var um 20% sölu þeirra ix35, sem aldrei náði viðlíka vin­sæld­um hérna heima.

Vin­sæl­asti Hyundai-jepp­ling­ur­inn hér­lend­is var fyrsta kyn­slóð Santa Fe-jepp­lings­ins en með nýj­um Tuc­son má segja að kom­inn sé bíll af svipuðum stærðarflokki sem hent­ar vel fjöl­skyldu­fólki.

Rúm­góður á alla kanta

Það sem vek­ur fyrst at­hygli við Tuc­son er sport­legt út­lit hans. Grillið er áber­andi og axla­lín­an hækk­ar aft­ur sem gef­ur hon­um mjög ákveðið út­lit sem hvöss ljós­ker­in með díóðuljós­um und­ir­strika. Að aft­an eru sams­kon­ar díóðuljós með stórri vind­skeið og tvö­földu pústi. Langt er á milli hjóla sem ger­ir sitt til að búa til meira pláss í þess­um nýja bíl. Hyundai Tuc­son er nefni­lega rúm­góður bíll á alla kanta. Fram­sæt­in eru þægi­leg þótt set­an mætti vera ör­lítið lengri og aft­ur­sæt­in ráða létt við þrjá full­orðna með ágæt­is fóta­rými. Far­ang­urs­rýmið er það stærsta í flokkn­um og tek­ur 513 lítra. Eina sem hægt er að setja út á það er hversu breiðar hjóla­skál­arn­ar eru og taka pláss frá gólf­rými. Hægt er að fella niður sæti og stækk­ar þá rýmið upp í 1.503 lítra.

Mæla­borð Tuc­son er vel út­fært með stór­um og skýr­um tökk­um og fyr­ir miðju er átta tommu snerti­skjár, en auk þess er upp­lýs­inga­skjár milli mæl­anna.

Aðdrátt­ur á stýri er frek­ar stutt­ur svo að und­ir­ritaður þurfti að sitja bæði fram­ar og hærra en hann hefði helst kosið.

Stinn­ur á fjöðrun

Í akstri virk­ar Tuc­son bæði sport­leg­ur og gæðal­eg­ur í senn. Stýrið er létt en samt ör­uggt og gef­ur góða til­finn­ingu fyr­ir akstr­in­um. Fjöðrun­in er stinn og bíll­inn er mjög rás­fast­ur í gegn­um hvaða beygju sem er. Við reynd­um bíl­inn einnig á hol­ótt­um mal­ar­veg­um og þá finnst vel hversu stinn fjöðrun­in er þar sem högg­in glymja upp í ká­et­una.

Það hef­ur sitt að segja að próf­un­ar­bíll­inn var á 19 tommu dekkj­um og ef­laust yrði hann tals­vert mýkri á 17 tommu dekkj­un­um. Tuc­son er frek­ar hljóðlát­ur í akstri og er veg­hljóð ekki mikið þrátt fyr­ir 19 tommu dekk­in.

Vél­in er þokka­lega öfl­ug í byrj­un en miss­ir svo aðeins afl þegar hún kem­ur ofar á snún­ings­sviðið og heyr­ist þá líka aðeins í henni. Fyr­ir þá sem vilja meira afl er 1,6 lítra bens­ín­vél­in með forþjöppu góður kost­ur því að hún er ekki langt frá dísil­vél­inni í eyðslu.

Í Style-út­færsl­unni sem blaðamaður hafði til próf­un­ar voru díóðuaðalljós eins og sjá má. Því skaut það dá­lítið skökku við að sjá þoku­ljós­in með gul­um lit. Bíla­áhuga­fólk veit sem er að svona atriði skipta tals­verðu máli.

Sú vél er líka með sjö þrepa sjálf­skipt­ingu með tveim­ur kúpl­ing­um, í stað sex þrepa skipt­ing­ar­inn­ar í dísil­bíln­um. Skipt­ing­in í dísil­rokkn­um virk­ar létt og ör­ugg í skipt­ing­um en vill hanga of lengi í lægri gír þegar upp­takið hef­ur verið nýtt til fulln­ustu, í stað þess að skipta sér upp í hærri gír þegar slakað er á bens­ín­gjöf­inni. Til að auka tor­færu­getu Tuc­son, sem er nokk­ur fyr­ir jepp­ling, er læs­ing milli ása og brekku­viðnám staðal­búnaður.

Í dýr­ari kant­in­um

Meðal helstu keppi­nauta Tuc­son eru Mazda CX-5, Nis­s­an Qashqai og hinn ná­skyldi Kia Sporta­ge. Sporta­ge er á tals­vert betra verði í grunn­inn eða 4.790.777 kr. og gegn­umsneitt er hann um 700.000 kr. ódýr­ari en Tuc­son miðað við út­færsl­ur. Taka þarf þó til­lit til þess að Kia Sporta­ge er eldri kyn­slóð sem brátt verður leyst af hólmi. Nis­s­an Qashqai með fjór­hjóla­drifi kost­ar minnst 4.890.000 kr. sem er líka betra verð en í boði er í Tuc­son. Mazda CX-5 er hins veg­ar á sama grunn­verði og Tuc­son en þar er líka sam­an­b­urður í stærð aðeins sann­gjarn­ari.

http://www.mbl.is/bill/domar/2015/09/22/sportlegur_valkostur_i_jepplingafloruna/