Fara í efni

Spar­neytn­asta út­færsla vin­sæls jepp­lings

Fréttir

Toyota RAV4 er nú fá­an­leg­ur í sex gíra bein­skiptri dísilút­færslu. Bíll­inn er með 2,0 lítra vél og er vel bú­inn á ágætu verði. Þetta er góð viðbót við þær út­færsl­ur sem fyr­ir voru í boði af þess­um vin­sæla jepp­lingi.

Þessi er lang­sam­lega ódýr­ast­ur og kost­ar 5.440.000 kr. Aðrar kosta frá 5.985.000 kr. til 7.390.000 kr.

Fjórða kyn­slóð RAV4 kom á markað í Evr­ópu á síðasta ári en fyrsta kyn­slóð árið 1994 og hef­ur notið mik­illa vin­sælda frá upp­hafi, m.a. hér á landi. Nýj­asta kyn­slóðin er veru­lega breytt og er tölu­vert stærri og rúm­betri.

Góðar töl­ur fyr­ir áhuga­sama

Sá bíll sem prófaður var er sem fyrr seg­ir sá ódýr­asti og verður að segj­ast eins og er að búnaður­inn er með prýðileg­asta móti þrátt fyr­ir það.  Það sem und­ir­ritaðri þótti einna ánægju­leg­ast að sjá í þess­um próf­un­um var hversu lág­ar eyðslu­töl­ur sáust, bæði í lang­keyrslu sem og í inn­an­bæjarakstri. Hann fór niður í 5,8 lítra í ut­an­bæjarakstri og hékk í 6,7 lítr­um inn­an­bæjar. Sam­kvæmt fram­leiðanda má ná þess­um töl­um enn neðar og er ef­laust hæg­ur vandi við góð skil­yrði.

Rús­ín­an í pylsu­end­an­um er meng­un­ar­gildið. Það er 136 g af CO2 á kíló­metra í blönduðum akstri en fer niður í 121 g í ut­an­bæjarakstri. Hér er gott að hafa í huga að til að bíl­ar telj­ist vist­hæf­ir þarf meng­un­ar­gildið að vera inn­an við 120 g og er gam­an að sjá þetta stór­an jepp­ling svo ná­lægt því marki. Í það minnsta þykir mér það skipta miklu.

Þessi 2,0 lítra comm­on rail-dísil­vél skil­ar 124 hest­öfl­um og tog­ar vel (há­mark­s­tog er 310/​1600-2400), þannig að yfir vél­inni er ekki hægt að kvarta og sex gíra skipt­ing­in er prýðileg.

Staðal­búnaður

Al­mennt erum við vön því hér á ís­lensk­um bíla­markaði að bíl­ar séu vel bún­ir. Hér þekk­ist það til að mynda ekki að nýr bíll sé seld­ur án hljóm­tækja eða án gúmmím­otta. Þar sem við erum vön því að bíl­ar séu vel tækj­um bún­ir vilj­um við helst fá þá með hita í sæt­um, skrikvörn, þak­bog­um og helst bassa­boxi og bílaum­boðin verða við þeim ósk­um. Þessi bíll er með alls kyns búnaði sem maður gæti vel sætt sig við að væri auka­búnaður en get­ur glaðst yfir að sé staðal­búnaður. Má þar einna helst nefna raf­drif­inn aft­ur­hlera, sem er stór­skemmti­leg upp­finn­ing og kem­ur sér einkar vel, til dæm­is þegar maður ætl­ar að opna skottið með full­ar hend­ur eða fyr­ir þá sem eru með viðkvæmt bak.

Álfelg­urn­ar sem sjást á meðfylgj­andi mynd­um fylgja bíln­um. LED-dag­ljós, LED-bremsu­ljós, upp­hitaðir og aðfell­an­leg­ir hliðarspegl­ar, þak­bog­ar, skyggðar rúður, vind­skeið, bakk­mynda­vél, leður­klætt stýri og hraðastill­ir eru á meðal þess helsta sem má nefna sem til­heyr­ir þess­ari út­færslu og er það býsna gott.

Verðsam­an­b­urður

Þessi upp­hæð, 5.440.000 kr. kann að hljóma há þegar miðað er við meðallaun í land­inu en ef hún er skoðuð í sam­hengi, þ.e. hvað aðrir bíl­ar í svipuðum stærðarflokki kosta, er hún ekki svo gal­in. Ef við tök­um aðra fjór­hjóla­drif­sjepp­linga og ber­um sam­an verð mætti byrja á Nis­s­an Qashqai sem kost­ar frá 4.990.000 kr., KIA Sporta­ge frá 5.990.777 kr., Volkswagen Tigu­an kost­ar frá 5.590.000 kr., Mitsu­bis­hi Outland­er frá 4.990.000 kr., Audi Q3 frá 7.590.000 kr., Hyundai Santa Fe frá 7.450.000 kr., BMW X3 frá 6.990.000 kr., Su­baru For­ester frá 5.690.000 kr., Honda CRV frá 5.490.000 kr. og Suzuki Grand Vit­ara frá 5.590.000 kr.

Af þessu góða úr­vali fjór­hjóla­drif­inna jepp­linga má sjá að verðið á bein­skipt­um RAV4 með dísil­vél er alls ekki út í hött segir í frétt á mbl.is