Fara í efni

Spari­bauk­ur sem á sér fáa keppi­nauta

Fréttir

Toyota hef­ur sett á markað nýja gerð Yar­is-smá­bíls­ins og þótt hér sé aðeins um and­lits­lyft­ingu að ræða geng­ur Toyota svo langt að kalla bíl­inn hinn nýja Yar­is. Víst er það satt að breyt­ing­arn­ar eru þónokkr­ar, aðallega á út­liti bíls­ins en þó einnig á und­ir­vagni.

Aug­ljós­asta breyt­ing­in er þó að fram­an, þar sem hann fær svipaðan fram­enda og glæ­nýr Aygo, eins kon­ar X-laga grill þar sem vél­ar­hlíf­in teyg­ir sig niður með áber­andi Toyota-merk­inu eins og nokk­urs kon­ar nef. Verst bara hvað risa­stórt loft­inn­takið minn­ir mann á yf­ir­vara­skegg eins og á litl­um Mexí­kana. Næsta kyn­slóð Yar­is verður reynd­ar fram­leidd í Mexí­kó þegar þar að kem­ur sam­hliða nýj­um Mazda2, og þá munu þeir bíl­ar nota Skyacti­ve-vél­arn­ar frá Mazda, en það er framtíðar­mús­ík.

Stífari og sneggri í stýri

Toyota lagði nokkra vinnu í end­ur­hönn­un á und­ir­vagni bíls­ins sem er stífari en áður. Aðdrátt­ur á stýri er tak­markaður og þar af leiðandi er erfiðara að finna þægi­lega stell­ingu á bakvið stýrið. Fimm senti­metra aðdrátt­ur stýr­is í viðbót hefðu sann­ar­lega gert gæfumun­inn fyr­ir öku­mann­inn. Ljós­mynd/​Tryggvi Þormóðsson

Það finnst vel í akstri hvað bíll­inn er skemmti­legri og ligg­ur bet­ur þótt hann virki ör­lítið hast­ari á hraðahindr­un­um. Stýrið er líka aðeins ná­kvæm­ara en áður og búið er að bæta hljóðein­angr­un. Að sögn Toyota er hann sá lipr­asti í sín­um flokki en snún­ingsra­díus hans er aðeins 4,7 metr­ar. Nýr Yar­is Hybrid er sá hrein­asti í sín­um flokki smá­bíla því að kol­efn­is­gildi hans er aðeins 75 g á km. Vél­in er 1,5 lítra og fær hjálp frá raf­mótor sem sam­eig­in­lega skila 98 hest­öfl­um. Í tvinnút­gáfu er hann aðeins fá­an­leg­ur með CVT-sjálf­skipt­ingu sem hvín dá­lítið í þegar tekið er á bíln­um. Þegar hon­um er ekið ró­lega eyðir hann hins veg­ar mjög litlu enda raf­mótor­inn að hjálpa til. Hægt er að stilla á rafstill­ingu ein­göngu í um það bil tveggja kíló­metra akst­ur á hraða und­ir 50 km á klst.

Betra inn­an­rými

Búið er að færa bæði raf­hlöður og bens­ín­tank und­ir aft­ur­sæt­in og þess vegna er óhætt að segja að Yar­is er rúm­góður fyr­ir smá­bíl að vera. Far­ang­urs­rýmið er 286 lítr­ar með aft­ur­sæt­in á sín­um stað og ef þau eru lát­in falla ofan í gólfið stækk­ar það í heila 768 lítra. Pláss fyr­ir farþega í aft­ur­sæt­um er þokka­legt og mun­ar þar mest um gott höfuðrými og flatt gólfið. Fóta­rými er þó af skorn­um skammti ef þeir sem frammi í sitja þurfa sitt pláss. Mesta plássið er þó í fram­sæt­um sem eru bara nokkuð þægi­leg þrátt fyr­ir að vera í minna lagi. Það er reynd­ar dá­lítð langt að teygja sig í stýri og stjórn­tæki hægra meg­in við stýrið. Ein­hverra hluta vegna er mjög stutt­ur aðdrátt­ur á stýri sem gjarn­an hefði mátt færa eins og fimm senti­metr­um nær öku­manni. Hybrid-út­gáf­an er ann­ars vel búin í grunn­inn og efn­is­val í inn­rétt­ingu er betra en áður. Bakk­mynda­vél, loft­kæl­ing og blát­ann­ar­búnaður er allt staðal­búnaður til að mynda.

Á pari við einu sam­keppn­ina

Þegar nýr Yar­is er bor­inn sam­an við aðra keppi­nauta sína þarf að gæta að mörgu. Hybrid-út­gáf­an er sér á parti svo að erfitt er að bera hana eina og sér sam­an við aðra bíla í flokkn­um þegar kem­ur að verði. Til dæm­is er hún ennþá tæpri hálfri millj­ón dýr­ari en best búna Fiesta sem hægt er að fá. Betra er þá að miða við grunn­gerðir bíl­anna, en þar mun­ar tals­vert minna. Toyota Yar­is er í grunn­inn á 2.690.000 kr. en ódýr­asta Fiest­an er á 2.450.000 kr. Mazda2 er ennþá ódýr­ari á aðeins 2.190.000 í sinni ódýr­ustu út­færslu. Kannski er þó rétt­ast að bera hann sam­an við eina bíl­inn í flokkn­um sem einnig er Hybrid-bíll en það er Honda Jazz Hybrid. Sá bíll er boðinn á 3.390.000 kr. sem er ör­lítið betra verð en á Yar­is Hybrid sem aft­ur á móti er ör­lítið bet­ur bú­inn segir í frétt á mbl.is