Fara í efni

Snotur og sparneytinn

Fréttir

Árið 1995 hóf franski bíla­fram­leiðand­inn Renault fram­leiðslu á Mega­ne. Íslend­ing­ar tóku bíln­um fagn­andi og hef­ur hann alla tíð selst vel hér á landi. Önnur kyn­slóð Mega­ne kom á markað árið 2002 og var fram­leidd í sex ár.

Þriðja kyn­slóðin kom á markað 2008 og fyr­ir skömmu síðan fékk sú kyn­slóð and­lits­lyft­ingu. Á meðal nýj­unga eru LED dag­ljós, end­ur­hannað grill með meira krómi en áður og fram­hluti bíls­ins er í raun all­ur nýr.

Bíl­inn er hægt að fá í sér­stakri BOSE út­gáfu og þá eru tölu­verðar breyt­ing­ar á bíln­um að inn­an og utan. Sá bíll sem prófaður var er Mega­ne III EDC dísil með sex þrepa sjálf­skipt­ingu. Hann kost­ar 3.590.000 kr. en ódýr­ast­ur er bein­skipti bíll­inn á 3.290.000 kr.

BOSE bíll­inn kost­ar 3.990.000 kr. og að mínu mati er þeim viðbót­ar­aur­um vel varið því hann er vel bú­inn. Auka­búnaður­inn er BOSE hljóðkerfi með 8 há­töl­ur­um og Su­bwoofer og magnara frá BOSE, leður á slit­flot­um í sæt­um, skyggðar rúður, fjar­lægðar­vari að fram­an og aft­an, 17" ál­felg­ur og krómlist­ar. Auk þess er sá bíll 130 hest­öfl í stað 110.

Ekki má gleyma í þess­ari upp­taln­ingu að hægt er að sér­p­anta R.S. bíl­inn sem ég held, eft­ir að hafa prófað „litla bróður“ hans, Clio R.S. að sé hrika­lega skemmti­legt tæki!

Góð and­lits­lyft­ing

Það er ekk­ert hægt að kvarta yfir and­lits­lyft­ing­unni því hönn­un­in á bíln­um er fal­leg. Að inn­an er bíll­inn dá­lítið sér­stak­ur en alls ekki illa hannaður. Þvert á móti er hann vel skipu­lagður og mini­malísk­ur ef svo má segja.

Það er engu ofaukið og ekk­ert sem vant­ar þar sár­lega. Það sem er sér­stakt er til dæm­is staðsetn­ing­in á sæt­is­hit­ur­un­um. Þeir eru á þeirri hlið sæt­anna sem snýr að hurðinni þannig að þeir sjást ekki. Hægt er að velja hversu heitt sætið verður (fjög­ur stig) en ómögu­legt að sjá hvað maður hef­ur stillt á nema auðvitað með því að opna dyrn­ar. Annað sem er óvenju­legt er staðsetn­ing­in á skriðstill­in­um. Hann er í stokkn­um á milli bíl­stjóra og farþega, við hliðina á hand­brems­unni. Þetta er ekki óþægi­legt en hvers vegna þetta er þarna á milli er ekki ljóst því farþeg­inn á ekk­ert að vasast í þessu. Hljómb­urður­inn í bíln­um er ekki góður og þeim mun rík­ari ástæða til að kaupa BOSE bíl­inn.

Spar­neytni og stór tank­ur

Stærsti kost­ur þessa bíls er án efa hversu spar­neyt­inn hann er. Og það er ekki lítið atriði – þvert á móti er það í aug­um margra lyk­il­atriði og ekki spill­ir fyr­ir ef bíll­inn er fag­ur­lega hannaður. Í inn­an­bæjarakstri á þess­um bíl, sjálf­skipt­um, var hann í 4,5-4,6 l. á hundraðið. Það þykir mér gott. Það sem kom mér enn meira á óvart var þegar ég ók til Kefla­vík­ur. Í fyrsta lagi kom á óvart að það skyldi vera logn en í öðru lagi að eyðslu­mæl­ir­inn stóð í 3,9 l. á hundraðið inn­an úr vest­ur­bæ Reykja­vík­ur og til Kefla­vík­ur. Á braut­inni stillti ég skriðstill­inn á 92 km hraða og þetta fór hann á tæp­um tveim­ur lítr­um af olíu. Það er ann­ar góður kost­ur við alla Renault-lín­una að í henni er mæl­ir sem sýn­ir út­reikn­ing á lítra­fjölda eldsneyt­is sem hann brenn­ir í hverri ferð. Eldsneyt­i­stankur­inn er stór, eða 60 lítra sem er ljóm­andi gott og ger­ir ferðirn­ar á stöðina færri.

Síðast en ekki síst ber að nefna að þetta er „grænn“ bíll. CO2 gildið er 109 g sem ger­ir hann að vist­væn­um bíl hjá Reykja­vík­ur­borg og því má leggja hon­um gjald­frjálst í stæði í allt að 90 mín­út­ur. Þeir bíl­ar sem menga minna en 120 g kol­díoxíð á kíló­metra geta nýtt „vist­hæf­ar skíf­ur“ Bíla­stæðasjóðs.

mal­in@mbl.is