Fara í efni

„Snjall­sýn“ frá Smart

Fréttir

Frétt af mbl.is

Segja má að þró­un­ar­bíll­inn  Smart Visi­on EQ Fortwo sé framúr­stefnu­leg­ur, en hann var sýnd­ur á bíla­sýn­ing­unni sem fram fór í mars í Genf.

Bíll þessi var sýnd­ur fyrsta sinni á sýn­ing­unni í Frankfurt sl. sept­em­ber, en í hon­um sam­ein­ast  hug­mynd­ir höf­und­anna um hreyf­an­leika, sjálf­stæði og netteng­ingu bíla. Hann er sagður geta vinkað veg­far­end­um og boðið farþega um borð með nafni.

Hann er byggður á sama und­ir­vagni og Smart Fortwo bíl­arn­ir frá Mercedes. Og fregn­um fylg­ir að sjálf­stjórn hans sé af fimmta stigi, en í því felst m.a. að í hon­um verða hvorki stýri né fót­pedal­ar.

Smart Visi­on er ekki hugsaður til sölu til ein­stak­linga held­ur til fyr­ir­tækja er reka  munu sam­nýt­an­lega bíla­flota. Er hann kem­ur á áfangastað til að taka upp þann sem pantaði far birt­ir bíll­inn nafn viðkom­andi á skjá. Tek­ur hann síðan af stað að nýju og ekur sjálf­ur á enda­stöð farþeg­ans og kveður hann þar með nafni.

At­hygl­is­verður búnaður í bíln­um er hand­hreinsi­dæl­ur svo farþegar geti þrifið á sér hend­urn­ar í ferðalok, eft­ir að hafa dval­ist í bíl sem hef­ur verið á ferðinni dag­langt með fjölda ólíkra ein­stak­linga um borð.

https://www.mbl.is/bill/frettir/2018/04/03/snjallsyn_fra_smart/