Fara í efni

Smár og knár borg­ar­bíll

Fréttir

Opel, hið forn­fræga þýska merki með alla sína hönn­un­ar­sögu, hef­ur held­ur legið í lág­inni hér­lend­is und­an­far­in miss­eri og lítið borið á bíl­um þaðan um all­nokk­urt skeið.

Seig­fljót­andi til­færsla á umboðinu frá BL til Bíla­búðar Benna hef­ur ekki hjálpað til og þegar hér er komið sögu þarf nán­ast að skóla bíla­áhuga­menn og -kaup­end­ur til upp á nýtt í bíln­um frá þess­um fram­leiðanda. Það sem ekki sést dett­ur fólki ekki í hug þegar kem­ur að því að kaupa sér nýj­an bíl. Nú hill­ir loks und­ir end­ur­komu Opel á Íslands­markaði og er það vel því marg­ar spenn­andi teg­und­ir eru vænt­an­leg­ar á göt­urn­ar. Und­ir­rituðum gafst ný­verið færi á að prófa nokkra af nýj­ustu bíl­um Opel og sá sem hér blas­ir við var þar á meðal, hinn skemmti­legi borg­ar­bíll, Opel Adam. 

Adam fell­ur lóðbeint í flokk svo­kallaðra borg­ar­bíla, sem eru smá­ir, lipr­ir, neyslu­grann­ir en vel bún­ir bíl­ar sem eru einkar lífs­stíls­drifn­ir og gera því eig­end­um sín­um kleift að sér­sníða þá að sín­um ósk­um á ýmsa lund. Að sögn er nán­ast hægt að búa til nýj­ar sam­setn­ing­ar af Opel Adam út í það óend­an­lega en sér­fræðing­ar Opel viður­kenndu að lík­lega væru sam­setn­ing­arn­ar ekki nema um millj­ón. Þar með er eitt frumskil­yrða vel heppnaðra bíla í A-flokki upp­fyllt; að þeir séu sér­lausnamiðaðir svo við ligg­ur bil­un. Bíll hvers og eins verður eig­in­lega fram­leng­ing á per­sónu­leika eig­and­ans, eins sér­tækt og fingraf­ar hans, því í stein­steypu­frum­skóg­in­um gild­ir að skapa sér sér­stöðu og hasla sér völl með stíl. Tími lág­stemmdra og feim­inna smá­bíla er liðinn og það ræki­lega. Adam er líka bráðlag­leg­ur á að líta og það er eig­in­lega stóra málið, áður en kem­ur að praktísk­um atriðum. Hann er ein­fald­lega hinn reffi­leg­asti, það er ákveðið „at­titu­de“ í því að bjóða hann ein­ung­is þriggja dyra og fram­end­inn er mjög vel heppnaður.

Létt­ur, lip­ur, ljúf­ur

En ekki verður hjá því kom­ist að taka praktík­ina út sömu­leiðis og þar held­ur Adam áfram að vinna sér inn stig. Inn­an­dyra kem­ur Adam eig­in­lega á óvart því mæla­borðið er býsna veg­legt á að líta, og samlitt ytra byrði bíls­ins. Sá sem var prófaður var blár sem þýddi að inn­an­stokks rímaði allt við aðallit­inn. Það er hins­veg­ar smekk­lega gert um leið og þess gætt að bíll­inn sé nógu gæja­leg­ur til að trekkja mark­hóp­inn til. Aðgerðaskjár af fínni stærð og tengi fyr­ir snjallsím­ann spill­ir ekki fyr­ir held­ur. Sæt­in voru prýðileg og til­finn­ing­in í heild­ina góð. Öll um­gjörð öku­manns og farþega í fram­sæti er til fyr­ir­mynd­ar og fóta­rýmið ríf­legt.

Tveir farþegar kom­ast með fínu mót­ir fyr­ir í aft­ur­sæt­inu, en þrír munu eiga í vand­ræðum með það. Borg­ar­bíl­ar í A-flokki eru held­ur ekk­ert að elt­ast við það held­ur gera sér far um að láta vel fara um fjóra alls ásamt góðu far­ang­urs­rými, og það er til staðar í Adam.

Þó að bíll­inn sé ekki beint kraft­mik­ill þá er í hon­um snerpa sem vakti lukku hjá und­ir­rituðum og Adam er skemmti­leg­ur í borg­arakstri. Stýrið svar­ar vel og hann tek­ur u-beygju á tíkalli, eins og þar stend­ur.

Öryggið og út­blástur­inn

Helst má telja Opel Adam það til lasts að jafn nett­ur bíll skuli ekki ná í tveggja stafa tölu þegar kem­ur að kolt­ví­sýr­ingsút­blæstri. Týp­an sem prófuð var, Adam Slam (hinar heita meðal ann­ars Jam og Glam), blæs út 115 g á kíló­metr­ann og svo­leiðis vaxta­verki verður Opel að laga fyr­ir næsta um­gang af þess­um ann­ars fína bíl því þetta skipt­ir sí­fellt fleiri neyt­end­ur máli. Þá hef­ur það vakið nokkra at­hygli að Adam hlaut aðeins fjór­ar stjörn­ur í Euro NCAP-próf­inu en fimm stjörn­ur eru al­mennt venja fyr­ir nýja bíla nú til dags.

Þegar allt er sett upp á strik er Opel Adam huggu­leg­asti bíll sem mun pluma sig vel í borg­arsnatt­inu. Fram­leiðend­ur Opel hafa dottið niður á lag­lega hönn­un sem má byggja á og geri þeir það ásamt því að bæta það sem upp á vant­ar í ör­yggi og út­blæstri þá er hér kom­inn bíll sem mun láta enn frek­ar að sér kveða í sín­um stærðarflokki ásamt leiðtog­an­um Mini og Fiat 500.

jonagn­ar@mbl.is