Fara í efni

Smá­bíl­ar hættu­legri en stór­ir

Fréttir

Frétt af www.mbl.is

Vera má að ör­ygg­is­til­finn­ing fólks sé mik­il í bíl­um sem komið hafa vel út úr árekstr­ar­prófi Euro NCAP-stofn­un­ar­inn­ar.

Töl­fræði úr nýrri rann­sókn bend­ir hins veg­ar til, að stærð bíla og gerð ráði meiru um hætt­una á því að láta lífið eða slasast lífs­hættu­lega í um­ferðinni klessi menn bíl sinn. Í Euro NCAP er stjörn­um og ein­kunn­um út­deilt í sam­an­b­urði við bíla í sama stærðarflokki. Í nýrri rann­sókn á veg­um þýsku sam­göngu­stof­unn­ar (SBBAS) var hins veg­ar reynt að setja mæli­stiku á hætt­una á bana­slysi ann­ars veg­ar og hins veg­ar al­var­legu lík­ams­tjóni óháð stærðarflokk­um bíla.

Í ljós kom að 97 af hverj­um 10.000 ör­bíl­um lenda í um­ferðarslysi sem hafa meiðsl í för með sér. Og að fyr­ir hvert þúsund sem slasast deyja 99 eða verða fyr­ir al­var­leg­um meiðslum. Í sam­bæri­leg­um út­reikn­ing­um fyr­ir lúx­us­bíla – þar sem mann­tjóns­hætt­an er minnst – verða meiðsl í 91 bíl af hverj­um 10.000. Þar deyja eða slasast lífs­hættu­lega 63 manns miðað við hvert þúsund slysa þar sem lúx­us­bíl­ar koma við sögu. Með öðrum orðum er 50% meiri hætta á dauðsfalli eða al­var­legu lík­ams­tjóni hlekk­ist mönn­um á við akst­ur á ör­bíl en lúx­us­bíl.

Litlu ör­ugg­ari eru bíl­ar í næsta flokki yfir ör­bíl­un­um, smá­bíla­flokkn­um. Af hverj­um 10.000 lenda 97 í al­var­leg­um slys­um og í 98 slys­um af 1.000 verður mann­tjón.

Marg­ir halda ef til vill að hraðskreiðir sport­bíl­ar, tæki sem menn aka fyrst og fremst sér til ánægju en síður til at­hafna eins og að skreppa út í búð, komi títt við sögu um­ferðaró­happa. Þessu er öðru­vísi farið því aðeins 51 sport­bíll af hverj­um 10.000 verður fyr­ir slysi. Eða hlut­falls­lega helm­ingi færri en ör­bíl­ar og smá­bíl­ar. Aðeins hús­bíl­ar koma sjaldn­ar við sögu slysa þar sem meiðsl verða á fólki.

Í hverj­um eitt þúsund slys­um sport­bíla átti mann­tjón eða al­var­leg meiðsl sér stað í 73. Sem aft­ur er mun lægra hlut­fall en hjá ör­bíl­um, smá­bíl­um, vöru­bíl­um, fjöl­nota bíl­um og bíl­um af millistærð.

Hér er um niður­stöður hreinn­ar töl­fræðirann­sókn­ar að ræða þar sem ekk­ert var reynt að draga fram skýr­ing­ar á mis­mun­in­um á ör­yggi bíla eft­ir stærð.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2015/04/29/smabilar_haettulegri_en_storir/