Fara í efni

Skoda Fabia bíll árs­ins hjá What Car?

Fréttir

Skoda Fabia er bíll árs­ins að mati breska tíma­rits­ins What Car? en út­nefn­ing blaðsins þykir eft­ir­sótt. Hann varð einnig hlut­skarp­ast­ur í flokkn­um besti borg­ar­bíll­inn.

Þetta er í annað sinn sem Fabia hlýt­ur titil­inn en 15 ár eru frá því það átti sér stað síðast, árið 2000. Varð hann hlut­skarp­ast­ur 26 bíla sem kom­ist höfðu í loka­valið.

Dóm­ar­arn­ir hrósuðu Skoda Fabia fyr­ir af­kasta­getu og skil­virkni hinn­ar 1,2 lítra bens­ín­vél­ar sem í hon­um væri en hún er með forþjöppu. Þá til­tóku þeir að Fabia væri rúm­betri og nyt­sam­legri en bæði Ford Fiesta og Volkswagen Polo og stæði þeim einnig fram­ar að hag­nýt­um tækni­búnaði. 
 
„Fabia verðskuld­ar að vinna okk­ar eft­ir­sótt­ustu út­nefn­ing­ar, ekki bara vegna þess að bíll­inn er vel bú­inn og praktísk­ur, held­ur einnig vegna keppi­naut­anna frá bílrisun­um sem hann lagði að velli,“ sagði rit­stjóri What Car?, Jim Holder.

„Við höf­um ekið og metið öll­um keppi­naut­um hans og það er sama hvernig á það er litið, Fabia er al­hliða besti smá­bíll­inn sem til sölu er í Bretlandi í dag,“ bætti rit­stjór­inn við segir í frétt á mbl.is

Sjá má sig­ur­veg­ara í 16 mis­mun­andi flokk­um What Car? verðlaun­anna hér.