Fara í efni

Skemmti­leg­ur bræðing­ur

Fréttir

Frétt af mbl.is

Byrj­um þetta á ör­lít­illi sagn­fræði fyr­ir þá sem ekki þekkja til. Hið sér­staka nafn „Shoot­ing Bra­ke“ á ræt­ur að rekja til hest­vagna 19. ald­ar. Í þá daga átti heitið við um sér­smíðaða hest­vagna, iðulega fyr­ir þá efna­meiri, og voru þeir þá jafn­an sér­stak­lega stór­ir um sig.

Slík­ir vagn­ar voru notaðir í Englandi fyr­ir hefðar­menn er þeir héldu til veiða við þvögu skot­glaðra vina sinna og kom þá stærðin sér vel til að halda utan um byss­urn­ar og hund­ana sem nota átti við veiðarn­ar. Á 20. öld færðist svo nafnið yfir á lengri gerðir bíla sem voru mitt á milli hlaðbaks og skut­bíls. Hin seinni ár hef­ur þetta af­brigði orðið æ sjald­séðara en í hinum sí­fellt stækk­andi haf­sjó milli­gerða sem bíla­markaður­inn býður upp á í dag var bara tímaspurs­mál hvenær „veiðivagn­inn“ sneri aft­ur. Tak­ist fleiri fram­leiðend­um jafn vel til og Mercedes-Benz er viðbúið að við sjá­um tals­vert meira af „Shoot­ing Bra­ke“-týp­um á næstu mánuðum og miss­er­um.

En þá að máli mál­anna. CLA-lín­an frá Mercedes-Benz er einkar vel heppnuð og ekki að furða að fleiri af­brigði henn­ar séu kynnt til sög­unn­ar. Shoot­ing Bra­ke er sem fyrr sagði mitt á milli hlaðbaks og skut­bíls – eig­um við að segja „skut­bak­ur“? – og breyt­ing­in frá CLA Sed­an-bíln­um er eig­in­lega mest­megn­is upp á stemn­ing­una því að mun­ur­inn á týp­un­um tveim­ur er satt að segja óveru­leg­ur.

Að inn­an er allt með sama móti, sem er út af fyr­ir sig vel. Svert leður­stýrið fer vel í hendi og út­litið á mæla­borðinu er skemmti­legt. Lofttúðurn­ar þrjár eru á sín­um stað og það er alltaf fagnaðarefni (óskilj­an­legt af hverju þær eru ekki alltaf til staðar í Benz­um!) en cruise control-sveif­in er óþarf­lega fal­in bak við vinstri hluta stýr­is­ins og eig­in­lega ósýni­leg í akstri. Það er viss­ara að læra að stilla hana til blind­andi því það er ógern­ing­ur að eiga við hana öðru­vísi þegar út á veg­inn er komið. Eins má velta fyr­ir sér hvort ekki sé kom­inn tími á að upp­færa snún­ings­rof­ann í miðju­stokki sem stýr­ir aðgerðum á skján­um yfir í snerti­skjá? Mercedes-Benz ætti að íhuga það al­var­lega því að fólk verður fljótt óþol­in­mótt ef það þarf sí­fellt að snúa og smella í stað þess að ýta bara á snerti­skjá.

Að utan er bíll­inn sömu­leiðis keim­lík­ur Sed­an-út­gáf­unni. Séð beint fram­an á Shoot­ing Bra­ke og beint aft­an á hann þarf að rýna ær­lega í til að sjá mun. Und­ir­ritaður hef­ur alltaf verið hrif­inn af fram­svip CLA, síður af aft­ur­end­an­um, en það er per­sónu­bundið eins og geng­ur. Prófíll­inn er loks nokkuð af­ger­andi. Þar eru aflíðandi þaklín­ur áber­andi og gefa bíln­um tals­vert dýna­mísk­an svip. Loft­flæðilín­ur á hurðaflek­um (eins og á Sed­an-týp­unni) spila með og bíll­inn fær á sig veru­lega sport­leg­an blæ fyr­ir bragðið. Heild­ar­svip­ur­inn geng­ur vel upp þegar hann er skoðaður að fram­an en und­ir­ritaður hefði talið hér vera komið tæki­færi til að gefa CLA-gerðinni sterk­ari baksvip. Ég er bara ekki að kaupa þessi aft­ur­ljós – það vant­ar eitt­hvert „úmmmpp­hff“ í þau. Í það heila er Shoot­ing Bra­ke engu að síður stæl­leg­ur að sjá og ólíkt renni­legri en skut­bíl­ar eru alla jafna.

Þegar vél­ar­töl­ur eru skoðaðar kem­ur í ljós að hér er ekki verið að stíla inn á þann hóp kaup­enda sem vill ríf­andi start. Vélaraflið er „ekki nema“ 136 hest­öfl og það tek­ur þenn­an netta skut­bak næst­um 10 sek­únd­ur að kom­ast í hundraðið. Þegar bíll­inn er hins veg­ar kom­inn á skrið renn­ur hann sér­deil­is ljúf­lega; við hundraðið líður hann frá­bær­lega um veg­inn. Flenni­stórt glerþak skemm­ir ekki fyr­ir upp­lif­un­inni og það er unun að krúsa um á hon­um þess­um. En styrk­leik­arn­ir fel­ast öðru frem­ur í hag­kvæmni og virðingu fyr­ir um­hverf­inu; eyðslan er ekki nema rúm­ir fjór­ir lítr­ar á hundraðið og kol­efn­isút­blástur­inn vel skap­leg­ur, ekki síst þegar haft er í huga að hann er rúm­lega hálft annað tonn að þyngd. Ekki trúi ég að hefðbundn­ir skut­bíls­unn­end­ur horfi sér­stak­lega til CLA Shoot­ing Bra­ke, því að far­ang­urs­rýmið er bara þokka­legt og opið á skott­inu helst til þröngt.

Þegar allt kem­ur til alls er hér á ferðinni skut­bak­ur þar sem stíll og stæl­legt út­lit eru í önd­vegi, allt með for­merkj­um Mercedes-Benz – og það þýðir að ekki er í kot vísað nema síður sé. Um­hverf­i­s­væn­ir eig­in­leik­ar eru líka til fyr­ir­mynd­ar og þeir sem vilja vera græn­ir í orði sem og á borði geta ekið hon­um þess­um með góðri sam­visku. Fyr­ir þá sem hafa á því ráð skal vita­skuld mælt með CLA AMG 4Matic en það er vita­skuld tals­vert önn­ur saga, bæði hvað varðar kraft­inn og verðmiðann; sá kost­ar 10.780.000 krón­ur.

Fram­haldið verður for­vitni­legt að sjá hvort Shoot­ing Bra­ke-skut­bak­ar verða næsta æðið eða aðeins skamm­líf til­raun hjá Mercedes-Benz.

http://www.mbl.is/bill/domar/2015/08/18/skemmtilegur_braedingur/