Fara í efni

Skemmtilegi Skoda-dagurinn

Fréttir

Síðustu helgi fagnaði Skoda sumri og hélt upp á árlega Skoda-daginn. Blíðviðri var í bænum í tilefni dagsins og ekki skemmdi fyrir að Íslendingar voru nýbúnir að sigra Tékkland í fótbolta.

Það var líflegt um að litast í sölusal Skoda er fjöldi fólks lagði leið sína á Laugaveginn. Í boði voru grillaðar pylsur, gos og blöðrur fyrir börnin. Margar nýjungar hafa litið dagsins ljós hjá Skoda síðustu misseri en Skoda hefur lagt sig mikið fram við tækniþróanir, hönnun og góðar lausnir.

Til sýnis var meðal annars Skoda Fabia sem nýlega var frumsýndur á Íslandi. Hann hefur fengið frábærar viðtökur og hlaut hönnunarverðlaun Red Dot 2015 ásamt því að vera valinn bíll ársins af WhatCar? Fabia er stútfullur af sniðugum lausnum og fullbúinn kemur hann með MirrorLink sem tengir snjallsímann við upplýsinga- og afþreyingakerfi bílsins. Fabia er fáanlegur með sparneytnum bensín- og dísilvélum auk þess sem hann er fáanlegur í langbaks-útfærslu með veglegu skottplássi fyrir ferðalangana. Verðið er líka einkar gott eða frá 2.290.000 krónum.

Á Skoda-deginum var einnig til sýnis nýr Superb. Skoda á Íslandi fékk einn af fyrstu framleiddu bílunum af nýrri kynslóð Skoda Superb fyrir bílasýningu í maímánuði og var hann að sjálfsögðu til sýnis á Skoda-deginum. Hönnun nýja bílsins hefur hitt í mark og bíllinn, sem frumsýndur verður seinna á árinu, hefur vakið mikla athygli um allan heim.

„Skoda býður breitt úrval af skemmtilegum bílum og við vorum með allt það helsta á staðnum um helgina. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður enda alltaf skemmtilegt þegar vel tekst til,“ sagði Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda.