Frétt af mbl.is
Sjö nýir bílar hafa verið tilnefndir til hinnar eftirsóttu viðurkenningar „Bíll ársins 2017 í Evrópu“. Skýrt verður frá því hver hlýtur hnossið 6. mars næstkomandi, daginn fyrir opnun bílasýningarinnar í Genf.
Sérfræðingar telja að einna sterkast af bílunum sjö standi Alfa Romeo Giulia og nýr Mercedes-Benz E-Class. Allir bílarnir þykja þó verðugir til verðlaunanna og ógerningur er að spá um hver hinn útvaldi verður.
Hinir fimm eru Citroën C3, Nissan Micra, Peugeot 3008, Toyota C-HR og Volvo V90.
Síðast varð Opel Astra fyrir valinu og árið áður Volkswagen Passat.
http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/12/01/sjo_keppa_um_saemdartitil/