Fara í efni

Sigfús R. Sigfússon fyrrverandi formaður Bílgreinasambandsins látin.

Fréttir

Sigfús R. Sigfússon fyrrverandi formaður Bílgreinasambandsins látin.

Bílgreinasambandið vill minnast Sigfúsar R. Sigfússonar fyrrverandi forstjóra Heklu og þakka fyrir það framlag sem hann lagði bílgreininni í gegnum þau fjölmörgu ár sem hann starfaði í henni. Sigfús tók við starfi sem forstjóri Heklu árið 1990 eftir að hafa starfað þar við ýmis störf fram að því. Það sama ár og hann tók við sem forstjóri tók hann einnig við sem formaður Bílgreinasambandsins og gegndi því á árunum 1990-1994. Við eigendabreytingar á Heklu árið 2002 vann hann svo áfram í nokkur ár sem starfandi stjórnarformaður.

Eins og hann sagði í afmælisgrein í Morgunblaðinu 7. október 2019 í tilefni 75 ára afmælis síns: „Satt best að segja lá minn metnaður í HEKLU og vinnunni með mínu fólki, þar voru mínar ær og kýr. Ég hafði ekki mikla þörf fyrir að taka að mér önnur störf eða láta ljós mitt skína annars staðar; ég var Sigfús í HEKLU, eins og pabbi og mjög sáttur við það“.

Við þökkum þér fyrir þitt framlag til bílgreinarinnar.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/03/andlat_sigfus_r_sigfusson/