Kæru félagsmenn,
Líkt og fram hefur komið í fyrri póstum hefur BGS unnið að uppsetningu stjórnendanámslínu í samstarfi við Opna háskólann í HR síðustu mánuði.
Þriðjudaginn 19. ágúst verður opið hús í Opna háskólanum í húsnæði Háskólans íReykjavík við Nauthólsvík. Boðið verður upp á léttar veitingar og milli kl. 12:30 og 13:30 verður hægt að ná tali af verkefnastjóra sérstaklega og fá ítarlegar upplýsingar um námið.
Athugið að til stendur að breyta dagsetningum til þess að mæta beiðni BGS um að kennsla fari ekki fram of nálægt mánaðarmótum. Endanlegar dagsetningar muni liggja fyrir á þriðjudag og verða sérstaklega auglýstar í næstu viku.
Heimasíða námsins: http://www.ru.is/opnihaskolinn/bilgreinar/
- ATH: lýsingar á kennsludögum og leiðbeinendum er að finna undir flipanum „Skipulag“.
- Aðilar að BGS fá 15% afslátt af listaverði
Vonumst til að sjá ykkur á þriðjudag.
Kveðja,
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri BGS og Kristján Pétur Sæmundsson, verkefnastjóri Opna háskólans í HR.