Fara í efni

Samþykktar aðgerðir fyrir fyrirtæki í bílgreininni vegna Covid-19

Fréttir

Bílgreinasambandið er málsvari bílgreinarinnar og stór hluti starfseminnar felst í að vinna að hagsmunamálun fyrir hönd greinarinnar. Engin undantekning er á því núna í því ástandi sem fyrirtæki standa frammi fyrir vegna Covid-19. Mikil samskipti eiga sér alla jafna stað á milli stjórnvalda og Bílgreinasambandsins þar sem sambandið er álitsgjafi vegna ýmissa mála sem snúa að bílgreininni þegar kemur að lögum og regluverki, ásamt því að koma á framfæri ábendingum og sérfræðiþekkingu.

Strax þegar ljóst var í hvaða erfiðleika stefndi í kjölfar Covid-19 faraldursins þá hóf sambandið vinnu við að tryggja sem best hagsmuni bílgreinarinnar og að fyrirtæki innan greinarinnar yrðu höfð í huga þegar lagðar yrðu fram aðgerðaráætlanir af hálfu stjórnvalda. Sú vinna skilaði árangri og hefur sambandið tekið saman helstu atriði sem snúa að bílgreininni, ásamt öðrum atriðum sem Bílgreinasambandið hefur haft frumkvæði að, á sérstakri síðu sem má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Samþykktar aðgerðir fyrir fyrirtæki í bílgreininni vegna Covid-19