Fara í efni

Sam­ein­ar kosti margra bíla í ein­um

Fréttir

Peu­geot 3008 er einn af mörg­um borg­ar­jepp­ling­um sem fást nú skyndi­lega hér­lend­is. Marg­ir bíl­ar hafa bæst í þenn­an flokk sem Nis­s­an Qashqai bjó til árið 2006.

Peu­geot 3008 kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið árið 2009 og var val­inn bíll árs­ins hjá What Car?-tíma­rit­inu ári síðar. Fyr­ir ís­lenska kaup­end­ur eru slík­ir bíl­ar mjög skyn­sam­leg­ur kost­ur því hann sam­ein­ar í ein­um bíl kosti jepp­lings í veg­hæðinni, lang­baks í nota­gild­inu, fjöl­nota­bíls í þæg­ind­un­um og hefðbund­ins fólks­bíls í kostnaði. Það þótti því til­valið að grípa einn slík­an til reynsluakst­urs í sum­ar­bú­staðarferð með alla fjöl­skyld­una um helg­ina.

Vel hönnuð inn­rétt­ing

Ný út­gáfa Peu­geot 3008 var frum­sýnd í Frankfurt siðastliðið haust en eins og geng­ur og ger­ist eru marg­ir bíl­ar sem þar eru sýnd­ir ekki komn­ir hingað til lands fyrr en eft­ir ára­mót.

Hönn­un mæla­borðs og miðju­stokks virk­ar fyr­ir­ferðar­mik­il en það er samt furðu rúm­gott frammi í bíln­um. Takk­ar fyr­ir Stop&Go, fjar­lægðarskynj­ara og ESP eru fald­ir bak við stýrið und­ir mæla­borðinu vinstra meg­in.

Helstu sjá­an­legu breyt­ing­arn­ar eru grillið og krómið í fram­hluta hans, þoku­ljós­in og díóðudag­ljósa­búnaður. Litl­ar breyt­ing­ar eru þó sjá­an­leg­ar inn­an­dyra þótt hann sé nú boðinn með tals­vert meiri búnaði. Kom­inn er sím­búnaður, regn­skynj­ari og fjar­lægðarskynj­ari að aft­an í Acti­ve-út­færsl­unni svo eitt­hvað sé nefnt. Það er helst inn­rétt­ing­in sem vek­ur at­hygli í þess­um bíl en hún er vel hönnuð og með góðum lausn­um í far­ang­urs­rými, sem er mjög rúm­gott. Maður sit­ur frek­ar hátt í bíln­um og út­sýni er mjög gott sem er lúx­us í bíl­um í dag. Mjög þægi­legt er að ganga um hann fyr­ir alla farþega hans gegn­um stór­ar dyrn­ar. Sæt­in eru mátu­lega stór og gefa góðan stuðning þótt þau mættu vera ei­lítið mýkri. Nóg er af hólf­um og hirsl­um og er stokk­ur­inn milli fram­sæta sér­lega rúm­góður sem bæt­ir upp fyr­ir hanska­hólf sem er það minnsta sem und­ir­ritaður hef­ur séð áður. Það sem mætti vera betra í inn­rétt­ingu að mati und­ir­ritaðs er staðsetn­ing rofa fyr­ir Stop&Go, fjar­lægðarskynj­ara og ESP en þeir eru í fel­um und­ir mæla­borðinu vinstra meg­in svo leita þarf að þeim í hvert skipti sem maður vill slökkva á búnaðinum. Eins er kraðakið af pinn­um kring­um stýrið slíkt að það þarf þjálfaðar hend­ur til að taka fum­laust á þeim. Taldi und­ir­ritaður sjö pinna í kring­um stýrið þegar lyk­ill­inn er meðtal­inn.

Góðir akst­ur­seig­in­leik­ar í beygj­um

Bíll­inn er byggður á sama und­ir­vagni og Peu­geot 308 sem ný­lega hlaut titil­inn „Bíll árs­ins í Evr­ópu“ en 5008-jepp­ling­ur­inn er einnig byggður á sama und­ir­vagni. Hefðbund­in stang­ar­fjöðrun er á bíln­um að aft­an en sem viðbót er komið fjöðrun­ar­kerfi sem bygg­ist á miðju­demp­ara sem tengd­ur er báðum demp­ur­um bíls­ins að aft­an. Hún ger­ir bíl­inn stífari í beygj­um þótt hann haldi þæg­ind­um sín­um í hefðbundn­um akstri, ein­falt kerfi sem virk­ar mjög vel í bíl eins og þess­um. Stýrið er snöggt að bregðast við hreyf­ing­um öku­manns en leit­ar ör­lítið til baka og er stöðugt í akstri beint áfram. Vindstuðull bíls­ins er aðeins 0,296 sem er lítið fyr­ir bíl í þess­um stærðarflokki. Það finnst líka vel í akstri hversu bíll­inn er hljóðlát­ur og laus við vind­hljóð. Auk þess er vél­in þýð og hljóðlát en samt vinnu­söm um leið og hún er spar­neyt­in. Bíll­inn sem við höfðum til reynslu var út­bú­inn STT-hálf­sjálf­skipt­ingu með raf­stýrðri kúpl­ingu. Hún er nokkuð full­kom­in í 3008-bíln­um þótt slík­ur búnaður sé aldrei skemmti­leg­ur í notk­un. Maður er fljót­ur að venj­ast því að nota gír­skipt­ing­una gegn­um flip­ana við stýrið eða í stöng­inni sjálfri, frek­ar en að láta bíl­inn sjá al­ger­lega um skipt­ing­arn­ar. Það er þó dá­lítið skrýtið að hafa ekki „P“-still­ingu í stöng­inni og þurfa að stóla ein­ung­is á frek­ar illa þokkaða raf­magns­hand­bremsu þegar bíln­um er lagt.

Sam­keppn­is­hæf­ur í verði

Ódýr­asta út­færsla Peu­geot 3008 er Access-út­gáf­an með 1,6 lítra bens­ín­vél­inni en hún byrj­ar í 3.990.000 kr. Lík­lega myndu þó flest­ir vilja fá hann í Acti­ve-út­færsl­unni eins og við reynd­um sem kost­ar 4.290.000 bein­skipt­ur og 4.490.000 kr. með STT-skipt­ing­unni. Helstu keppi­naut­ar 3008 væru án efa Nis­s­an Qashqai og Suzuki S-Cross sem reynd­ar er aðeins fá­an­leg­ur með bens­ín­vél í fram­drifsút­gáfu sinni. Þannig er hann svipaður í verði og búnaði og bens­ín­út­gáfa S-Cross. Nýr Qashqai með 1,6 lítra dísil­vél og fram­drifi kost­ar 4.590.000 kr. svo segja má að Peu­geot 3008 sé á vel sam­keppn­is­hæfu verði segir í frétt á mbl.is