Fara í efni

Samantekt yfir helstu breytingar stjórnvalda nú um áramót er snúa að félagsmönnum Bílgreinasambandsins

Fréttir

Samantekt yfir helstu breytingar um áramót

  1. Styrkir til kaupa á hreinorkuökutækjum – sjá hér á Island.is
    1. Um áramót tekur gildi nýtt styrkjafyrirkomulag varðandi kaup á hreinorkubílum. Hægt verður að sækja um styrki til kaupa á hreinorkubílum sem kosta undir 10 milljónum króna til Orkusjóðs frá og með 2. janúar 2024. Beinir styrkir taka þar með við af skattaívilnunum og er þeim ætlað að hvetja til kaupa á ökutækjum er ganga fyrir hreinni endurnýjanlegri orku, í þeim tilgangi að hraða orkuskiptum í samgöngum með það að megin markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
    2. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér hjá Orkustofnun
  2. Kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða
    1. Opnað hefur verið fyrir skráningu km gjalds inn á island.is
    2. Fyrsti greiðsluseðill verður sendur eigendum bifreiða með eindaga 1. febrúar 2024.
    3. Verið er að skoða með Samgöngustofu þá aðila sem eiga stóra flota af ökutækjum hvort hægt sé að senda inn „bunka“ í t.d. Excel skjali sem lesin verða inn í stað þess að skrá þurfi inn á hvern og einn bíl.
  3. Breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024
    1. Breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum og eldsneyti hækkar um 3,5%
      i. 14 gr. breyting á vörugjöldum af eldsneyti fer úr 32,55 kr. í 33,70 kr.
      ii. 15 gr. breyting á sérstöku vörugjaldi af eldsneyti fer úr annars vegar 52,45 kr. og 55,55 kr í 54,30 kr og 57,50 kr.
    2. Breytingar á lögum um olíugjald og kílómetragjald
      i. 1 gr. Fjárhæð olíugjalds fer úr 72,85 kr. í 75,40 kr.
      ii. 13 gr. kílómetragjald og sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum hækkar um 3,5%
    3. Breytingar á lögum um bifreiðagjald
      i. Bifreiðagjald ökutækja undir 3.500 kg fer úr 15.080 kr. í 20.000 kr.
      ii. Bifreiðagjald ökutækja yfir 3.500 kg fer úr 67,075 kr í 69.425 kr þó ekki hærra en 108.625 kr.
  4. Breytingar á lögum um ýmsa skatta og gjöld
    1. Framlenging á virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagns- og vetnisvifhjól, létt bifhjól sem ganga fyrir rafmagni og reiðhjól. Í 9.–13. mgr. ákvæðis XXIV til bráðabirgða í lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, er kveðið á um virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagns- og vetnisbifhjól, létt bifhjól sem ganga fyrir rafmagni og reiðhjól var samþykkt og framlengt um eitt ár.
    2. Vörugjöld á húsbíla, samþykkt að framlengja undanþágu til 1. október 2024.
    3. Ökutækjaleigum var heimilað að á tímabilinu 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2025 að við endur sölu rafmagns-, vetnis eða tengiltvinnbifreiðar að undanþiggja frá skattskyldri að hámarki 5.500.000 kr. vegna rafmagns- og vetnisbifreiðar og að hámarki 2.000.000 kr. vegna tengiltvinnbifreiðar.