Fara í efni

Sala nýrra fólksbíla í október 2023

Fréttir

FRÉTTATILKYNNING

Sala nýrra fólksbíla í október 2023

Sala nýrra fólksbíla er að aukast í október um 18,6% miðað við október í fyrra, en alls voru skráðir 961 nýir fólksbílar nú en voru 810 í október í fyrra.

Í heildina eftir fyrstu tíu mánuði ársins er aukning í sölu nýskráðra fólksbíla 6,2% milli ára. Í ár hafa selst 14.799 nýir fólksbílar samanborið við 13.937 nýja fólksbíla í fyrra.

*Tölur eru YTD

Til einstaklinga seldust 686 nýir fólksbílar í október samanborið við 504 á sama tíma í fyrra og er því aukning í sölu til einstaklinga 36,1% milli ára. Það sem af er ári hafa selst 6.042 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra á sama tíma var sala til einstaklinga 5.294 nýskráðir fólksbílar. Er því aukning í sölu til einstaklinga 14,1% það sem af er ári.

*Tölur eru YTD

Almenn fyrirtæki (önnur en ökutækjaleigur) keyptu 174 nýja fólksbíla í október í ár miðað við að hafa keypt 130 fólksbíla í október í fyrra og er því aukning þar milli ára 33,8%. Það sem af er ári hafa selst 1.888 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja en í fyrra á sama tíma voru seldir 1.453 nýir fólksbílar og er því aukning milli ára um 29,9%.

*Tölur eru YTD

Ökutækjaleigur keyptu 93 nýjan fólksbíl í októberr samanborið við 168 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur á sölu fólksbíla í ökutækjaleigur um 44,6% miðað við sama tímabil fyrir ári. Það sem af er ári hafa verið skráðir 6.767 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 6.922 fólksbíla í fyrra. Er það samdráttur um 2.2% milli ára.

*Tölur eru YTD

Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 43,8%. Hybrid koma þar á eftir með 18,7% af sölunni, dísel 14,5%, bensín 12,1%, og tengiltvinn 10,8% sem hlutfall sölunnar. Einnig hafa tveir metan, einn vetnis og einn með skráð óþekktan orkugjafa verið seldir á árinu.

Ef við skoðum sölu til einstaklinga og fyrirtækja (annarra en ökutækjaleiga) þá eru 67,1% að velja sér rafmagnsbíl. Þar á eftir kemur sala tengiltvinnbíla 12,8%, hybrid 11,0%, dísel 5,9% og bensín 3,1% sölunnar.

Í október var mest selda tegundin Tesla með 176 selda fólksbíla, þar á eftir kemur KIA með 108 selda fólksbíla og þriðja mest selda tegundin í október var Toyota með 101 fólksbíl skráðan.

Ef við horfum aðeins til Evrópu (meðtalin EFTA ríkin og Bretland) þá er aukning í sölu fólksbíla milli ára 17,0% fyrstu níu mánuði ársins (jan til og með sept). Mest aukning milli ára er í sölu rafbíla eða 46,9%, þar á eftir kemur hybrid með 28,1%, bensín 12,0% og tengilvinn með 4,8% en það er samdráttur í sölu díselbíla um 5,0%.