Fara í efni

Sala nýrra fólks- og sendibíla í febrúar 2024

Fréttir

FRÉTTATILKYNNING

 

Sala nýrra fólksbíla í febrúar 2024

Sala nýrra fólksbíla dróst verulega saman í febrúar samanborið við febrúar í fyrra. Alls voru skráðir 397 nýir fólksbílar nú í febrúar en voru 935 í sama mánuði í fyrra. Er það samdráttur upp á 57,5%.

Ef við horfum á sölu það sem af er ári er samdráttur upp á 48,8% milli ára. Seldir hafa verið 854 nýir fólksbílar en miðað við sama tímabil í fyrra seldust 1.668 nýir fólksbílar fyrstu tvo mánuði ársins.

*Tölur eru YTD

Einstaklingar

Til einstaklinga seldust 207 nýir fólksbílar í febrúar samanborið við 443 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í sölu til einstaklinga 53,3% milli ára.

Það sem af er ári hafa selst til einstaklinga 472 nýir fólksbílar samanborið við 813 á sama tímabili fyrir ári og er því samdráttur í sölu til einstaklinga 41,9% milli ára.

*Tölur eru YTD

Almenn fyrirtæki

Til almennra fyrirtækja seldust 67 nýir fólksbílar í febrúar samanborið við 178 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í sölu til almennra fyrirtækja 62,4% milli ára.

Það sem af er ári hafa selst til almennra fyrirtækja 168 nýir fólksbílar samanborið við 340 á sama tímabili fyrir ári og er því samdráttur í sölu til almennra fyrirtækja 50,6% milli ára.

*Tölur eru YTD

 

Ökutækjaleigur

Ökutækjaleigur keyptu 123 nýjan fólksbíl í febrúar í ár samanborið við 314 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur á sölu fólksbíla skráða í ökutækjaleigur 60,8% miðað við sama tímabil fyrir ári.

*Tölur eru YTD

Það sem af er ári hafa ökutækjaleigur keypt 213 nýja fólksbílar samanborið við 515 á sama tímabili fyrir ári og er því samdráttur í sölu til ökutækjaleiga 58,6% milli ára.

*Tölur eru YTD

 

Orkugjafar

Hlutfall rafbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 31,1%. Tengiltvinn kemur þar á eftir með 21,8% af sölunni, hybrid 19,6%, dísel 19,4% og bensín 8,0% sem hlutfall sölunnar. Einnig var eitt ökutæki skráð sem óþekktan orkugjafa samkvæmt Samgöngustofu. Hvað varðar breytingu orkugjafa milli ára er samdráttur í öllum orkugjöfum, mest þó í rafbílum og bensínbílum sem báðir eru yfir 60% samdrátt.

*Tölur eru YTD

Í febrúar var mest selda tegundin Toyota með 94 selda fólksbíla, þar á eftir kemur Land Rover með 31 seldan fólksbíl og þriðja mest selda tegundin í febrúar var KIA með 30 fólksbíla skráða.

Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 20,5% markaðshlutdeild, Dacia þar á eftir með 8,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er Land Rover með 7,7% markaðshlutdeild.

Evrópa

Ef við skoðum stöðuna í Evrópu (EU + EFTA + UK) þá var aukning í sölu fólksbíla 11,5% í janúar í ár miðað við janúar í fyrra. Mest aukning var í sölu rafbíla sem var 29.3%, þar á eftir var sala tengiltvinnbíla sem jókst um 24.4% milli ára.

Noregur trónir á toppnum þegar kemur að skráningum rafbíla en jókst sala um 281,3% milli ára og var hlutfall rafbíla af nýskráningum þar 92,1% þar á eftir var Estonia með aukningu um 134,5% milli janúar í ár og janúar á síðasta ári og í þriðja sæti var Slovakia með aukningu um 106,7% milli ára. Samdráttur í sölu rafbíla í janúar var 13,8% á Íslandi.

Litlir sendibílar

Sala nýrra lítilla sendibíla jókst verulega í febrúar samanborið við febrúar í fyrra. Alls voru skráðir 189 nýir fólksbílar nú í febrúar en voru 126 í sama mánuði í fyrra. Er það aukning upp á 50,0%.

 *Tölur eru YTD

Það sem af er ári hafa selst 297 nýir sendibílar saman borið við 261 á sama tíma í fyrra og er því aukning í sölu lítilla sendibíla um 13,8% milli ára. 

*Tölur eru YTD

Hlutfall díselbíla er mest í þessum flokki eða 80,5% þar sem af er ári, þar á eftir kemur hlutfall rafmagnsbíla 11.4% og bensínbíla 7,4%. Aukning er í sölu bensín- og díselbíla en samdráttur í sölu rafbíla milli ára.

*Tölur eru YTD

*tölur til og með 29. febrúar 2024