Fara í efni

Sala nýrra fólksbíla í ágúst 2023

Fréttir

FRÉTTATILKYNNING

Sala nýrra fólksbíla í ágúst 2023

Sala nýrra fólksbíla í ágúst jókst um 19,1% miðað við ágúst í fyrra, en alls voru skráðir 1166 nýir fólksbílar nú en voru 979 í ágúst í fyrra.

Í heildina eftir fyrstu átta mánuði ársins hefur sala nýskráðra ökutækja aukist um 6,4%. Í ár hafa selst 12.702 nýir fólksbílar samanborið við 11.933 nýja fólksbíla í fyrra.

Til einstaklinga seldust 717 nýir fólksbílar í ágúst samanborið við 441 á sama tíma í fyrra og er því aukning í sölu til einstaklinga 62,6% milli ára. Það sem af er ári hafa selst 4645 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra á sama tíma var sala til einstaklinga 4254 nýskráðir fólksbílar. Er því aukning í sölu til einstaklinga 9,2% það sem af er ári.

Almenn fyrirtæki (önnur en ökutækjaleigur) keyptu 156 nýja fólksbíla í ágúst í ár miðað við að hafa keypt 125 bíla í ágúst í fyrra og er því aukning þar milli ára 24,8%. Það sem af er ári hafa selst 1435 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja en í fyrra á sama tíma voru seldir 1008 nýir fólksbílar og er því aukning milli ára um 42,4%.

Ökutækjaleigur keyptu 280 nýjan fólksbíl í ágúst samanborið við 403 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur um 30,5%. Það sem af er ári hafa verið skráðir 6539 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 6417 bíl í fyrra. Er það aukning um 1,9% milli ára.

Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 39,9%. Hybrid koma þar á eftir með 20,3% af sölunni, dísel 16,1%, bensín 13,1%, og tengiltvinn 10,6% sem hlutfall sölunnar. Einnig hefur einn metan og einn vetnis fólksbíll verið seldur á árinu. Ef við skoðum sölu til einstaklinga þá eru 68,8% að velja sér rafmagnsbíl. Þar á eftir kemur sala tengiltvinnbíla 12,1%, hybrid 10,9%, dísel 5,2% og bensín 3,0% sölunnar.

Í ágúst var mest selda tegundin Tesla með 285 selda fólksbíla, þar á eftir kemur Toyota með 132 selda fólksbíla og þriðja mest selda tegundin í ágúst var KIA með 90 fólksbíla skráða.