Fara í efni

Sala á nýjum bílum fer vel af stað í upphafi árs.

Fréttir

Sala á nýjum bílum frá 1–31 janúar sl. jókst um 1,6% en nýskráðir  fólksbílar á þessu tímabili voru 1232 stk. á móti 1213 stk. í sama mánuði árið 2016 eða aukning um 19 bíla.

Árið fer vel af stað og gefur ákveðnar vísbendingar um framhaldið. Allt bendir til að ferðamenn haldi áfram að sækja landið heim og það kallar á fleiri bílaleigubíla en bílaleigur hafa verið að taka u.þ.b.40% af öllum nýskráðum fólksbílum á síðustu árum.

Hins vegar þá vantar enn uppá að einstaklingsmarkaðurinn og fyrirtækjamarkaðurinn nái eðlilegu jafnvægi þó hann hafi tekið vel við sér á síðasta ári. Bílar eru of gamlir hér á landi miðað við þær þjóðir er við berum okkur saman við en horfurnar eru góðar fyrir árið.  Ættum við að ná að saxa vel á forskot grannþjóða okkar á þessu ári hvað varðar meðalaldur fólksbíla en það er mjög mikilvægt að losna við mikið mengandi gamla og óörugga bíla af götunum.