Fara í efni

Saga vörðuð tækni­fram­förum

Fréttir

Frétt af mbl.is

Ein öld er á þessu ári frá því að þýski bílsmiður­inn BMW hóf starf­semi. Nafnið (Bayer­ische Motor­en Werke) dreg­ur dám af meg­in­starf­sem­inni í fyrstu, véla­fram­leiðslu.

Má segja að saga BMW sé vörðuð ein­stök­um tækni­fram­förum á sviði vélaþró­un­ar og leiðandi gæðahönn­un­ar. Tíma­mót­um þess­um var fagnað um helg­ina með sér­stakri af­mæl­is­sýn­ingu hjá BL, umboðsaðila BMW hér á landi, um helg­ina.

Frum­sýnd­ir voru fimm nýir bíl­ar frá BMW og bar þar hæst sport­bíl­ana BMW i8 og M2 auk flagg­skips­ins BMW 7 og sér­stakr­ar 100 ára af­mæl­isút­gáfu af BMW X5 og BMW 5 Series. Þá var raf­bíll­inn i3 einnig frum­sýnd­ur.

BMW varð til í mars 1916 við sam­ein­ingu þriggja iðnfyr­ir­tækja, þar á meðal fram­leiðanda flug­véla­mótora og bíla­fram­leiðanda. Í fyrstu var þróun og fram­leiðsla flug­véla­mótora þunga­miðjan í starf­sem­inni. Dró til tíðinda á því sviði 17. júní 1919 er DFW F37 tvíþekju með 250 hestafla vatns­kæld­um BMW-mótor var flogið í tæp­lega 10 km hæð, 32.000 feta. Það var heims­met og sagði flugmaður­inn, Franz-Zeno Diemer, að hann hefði kom­ist hærra hefði hann tekið með sér næg­ar súr­efn­is­birgðir.

Tíma­móta­vélfák­ur BMW R 32

Vegna ákvæða stríðsloka­sam­komu­lags­ins frá Versöl­um var BMW knúið til að hætta þróun og smíði flug­véla­mótora eft­ir fyrri heims­styrj­öld, sem lauk 1918. Sneri fyr­ir­tækið sér að þróun og fram­leiðslu á bif­hjóla­mó­tor­um, til að byrja með fyr­ir aðra fram­leiðend­ur.

Árið 1923 hannaði og kynnti BMW svo sitt eigið mótor­hjól, BMW R 32. Það olli þátta­skil­um vegna sport­legs og róm­an­tísks yf­ir­bragðs þar sem hönn­un­in hverfðist um mótor­inn, sem varð þá um leið helsta þunga­miðja í út­liti hjóls­ins. Þetta hjól var með svo­nefndri „boxer“-vél sem átti eft­ir að marka tíma­mót. Nýbreytni BMW átti eft­ir að hafa áhrif á aðra mótor­hjóla­fram­leiðend­ur.

Byrja með Dixi

Fyrsti bíll­inn sem BMW fram­leiddi – og sá sem renndi stoðum und­ir fyr­ir­tækið sem bílsmið – var hinn svo­nefndi Dixi, sem grund­vallaður var á Aust­in 7 og fram­leidd­ur með leyfi breska bíla­fram­leiðand­ans Aust­in Motor Comp­any í Bir­ming­ham á Englandi.

Tíma­mót urðu í sögu BMW árið 1936, en þá kom sport­bíll­inn BMW 328 fram á sjón­ar­sviðið. Hann markaði nýtt upp­haf í akst­ursíþrótt­um og varð afar sig­ur­sæll á fjórða ára­tugn­um. Hann hafði áður óþekkta snerpu og hröðun og þótti ein­stak­lega meðfæri­leg­ur í akstri. Bíll­inn var aðeins 780 kg, að miklu leyti smíðaður úr áli og með litla en af­kasta­mikla 80 hestafla vél. Þetta þótti ein­stak­lega frum­legt enda fór eng­inn tími til spill­is á kapp­akst­urs­braut­inni í Nür­burgring 14. júní 1936 þar sem hann gjör­sigraði keppi­naut­ana – strax fyrsta dag­inn sem hann var sýnd­ur op­in­ber­lega.

Fremst­ir í flokki á X5

BMW þótti koma á óvart á bíla­sýn­ing­unni í Detroit í Banda­ríkj­un­um í janú­ar 1999 er það kynnti til sög­unn­ar rúm­góðan fjór­hjóla­drif­inn og sport­leg­an lúxusjeppa. Enn var langt í land í þá spreng­ingu í smíði sportjeppa sem við þekkj­um nú, er BMW reið á vaðið með X5-bíln­um. Akst­ur­seig­in­leik­ar hans voru rómaðir, rými og þæg­indi einnig og tor­færu­geta.

Um­hverf­is­mál hafa verið stjórn­end­um BMW hug­leik­in og hef­ur fyr­ir­tækið kynnt marg­vís­leg­ar tækni­lausn­ir sem dregið hafa úr nei­kvæðum áhrif­um á um­hverfið. Sem dæmi má nefna að árið 1955 kynnti BMW fyrsta fjölda­fram­leidda smá­bíl heims, Isetta, sem eyddi aðeins þrem­ur lítr­um á hundraðið. Var þar um að ræða ít­alsk­an bíl sem BMW fram­leiddi sam­kvæmt leyfi og brúkaði í sína út­gáfu umbreytta mótor­hjóla­vél. Náði hann nokkr­um vin­sæld­um og styrkti aft­ur stöðu BMW sem bílsmiðs. Varð Isetta sölu­hæsti eins strokks bíll­inn í heim­in­um þetta sama ár. Árið 1973 varð BMW svo fyrsti bíla­fram­leiðand­inn til að setja á lagg­ir starf fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­mála til að sam­ræma og efla áhersl­ur BMW í mála­flokkn­um.

Raf­bíll kem­ur til skjal­anna

Árang­ur af þess­um áhersl­um er meðal ann­ars sá að und­an­far­in 15 ár hef­ur BMW vermt efsta sætið í svo­nefndri sjálf­bærni­v­ísi­tölu RobecoSAM í flokki bíla­fram­leiðenda. Þá hef­ur BMW minnkað út­blást­ur bíla sinna um 40% frá ár­inu 1990. Á grunni þeirr­ar reynslu sem aflað hef­ur verið und­an­farna ára­tugi inn­leiddi fyr­ir­tækið BMW Efficient Dynamics-tækn­ina árið 2007 sem legg­ur höfuðáherslu á akst­urs­ánægju og af­köst en um leið lág­mörk­un eldsneytis­eyðslu og út­blást­urs.

Segja má að það hafi svo verið rök­rétt af­leiðing af áhersl­um BMW í um­hverf­is­mál­um er þýski lúx­us­bílsmiður­inn kynnti árið 2013 lít­inn, létt­an en kraft­mik­inn raf­magns­bíl, BMW i3. Hef­ur hann hlotið góðar viðtök­ur víða, en hann var meðal gripa sem frum­sýnd­ir voru á af­mæl­is­sýn­ingu BMW hjá BL. Sala á hon­um hér á landi hefst síðar á ár­inu.

21. maí, þar sem frum­sýnd­ir verða fimm nýir bíl­ar auk annarra sem BL stát­ar af í sýn­ing­ar­saln­um. Hæst ber sport­bíl­ana BMW i8 og M2 auk flagg­skips­ins BMW 7 og sér­stakr­ar 100 ára af­mæl­isút­gáfu af BMW X5 og BMW 5 Series. Þá verður raf­magns­bíll­inn i3 einnig frum­sýnd­ur hjá BL en hann fer í sölu hjá BL síðar á þessu ári en verður til taks fyr­ir reynsluakst­ur á laug­ar­dag­inn.

http://www.mbl.is/bill/frettir/2016/06/23/saga_vordud_taekniframforum/