Fara í efni

Rós í hnappagat Lex­us

Fréttir

Síðastliðinn laug­ar­dag var Lex­us NX 300h kynnt­ur hér á landi. Um er að ræða spánnýja línu frá fram­leiðand­an­um sem er sett á markað með það fyr­ir aug­um að ná til yngri hóps kaup­enda en RX bíll­inn ger­ir.

RX kom á markað árið 1998 og hef­ur selst ljóm­andi vel og er NX ekki ætlað að leysa hann af hólmi enda gjör­ólík­ur bíll.

Blaðamaður var þeirr­ar ánægju aðnjót­andi að fara til Vín­ar­borg­ar í Aust­ur­ríki á dög­un­um og reynsluaka þess­um áhuga­verða bíl. Ekki nóg með það held­ur gafst tæki­færi til að hlýða á verk­fræðing úr hönn­un­art­eymi Lex­us NX 300h og það er nú ekki ónýtt!

Eft­ir hverju sæk­ist ungt fólk?

Það ætti und­ir­rituð nú að vita þrátt fyr­ir að eiga sjálf gamla bíla. Það seg­ir ekki alla sög­una. Ungt fólk sem er á ferð og flugi vill nefni­lega eiga bíl sem nýt­ist bæði til dag­legra nota og í sportið. Til­heyri maður þeim hópi er nauðsyn­legt að vera á bíl með drátt­ar­króki, sem er töff, rúm­góður og lip­ur. Þá er hægt að taka kaj­ak­inn með, vélsleðann og allt það sem gam­an er að taka með í frí­tím­an­um. Það er hægt á þess­um bíl. Hann er með drátt­ar­getu upp að 1500 kíló­um og flenni­stórt far­ang­urs­rými (1600 lítr­ar að stærð felli maður aft­ur­sæt­in niður. Ann­ars er það 555 lítr­ar).

Annað sem vert er að taka fram að fólk af iPod kyn­slóðinni er yf­ir­leitt ekki mikið fyr­ir seg­ul­bands­tæki í bíl­um. Það vill geta notað öll tæk­in og tól­in sem það hef­ur eign­ast. Í bíln­um sín­um. Snjallsím­ana, tón­hlöðurn­ar og jafn­vel al­netið. Nú kunna ein­hverj­ir að spyrja hvað þessi ósköp eigi að fyr­ir­stilla - bíll sé til þess að kom­ast á milli A og B! Jú, það er vissu­lega sjón­ar­mið sem ber að virða en Lex­us NX var ekki hannaður ein­göngu til að kom­ast á milli A og B. Hann er í raun snjall­bíll handa snjall­kyn­slóðinni. Í hon­um er þráðlaus hleðsla fyr­ir snjall­tæk­in sem og mögu­leiki á þráðlausu neti fyr­ir alla þá sem með bíln­um ferðast. Þannig má til dæm­is fræðast, fylgj­ast með gangi heims­mála eða hlýða á hvaða tónlist sem er á leiðinni á milli A og B.

Í bíln­um er að sjálf­sögðu 6,2" upp­lýs­inga­skjár þar sem fylgj­ast má með allri vinnslu bíls­ins og líka því sem hinn al­menni bíl­stjóri velt­ir sjaldn­ast fyr­ir sér, þar til kannski núna? Hér er verið að vísa til sér­staks G-krafts mæl­is.

Ungt fólk virðist upp til hópa meðvitað um að framtíð jarðar sé á ein­hvern hátt í okk­ar hönd­um. Þess vegna gera evr­ópsk­ir bíla­kaup­end­ur í aukn­um mæli kröf­ur um að meng­un­ar­gildi nýrra bíla sé lágt og að eyðslu­töl­urn­ara séu lág­ar. Þar skor­ar NX senni­lega í mark því meng­un­ar­gildið er í kring­um 117 g CO2/​km og eyðslan í blönduðum akstri er í kring­um 5 lítr­ar á hundraðið. Og það er hægt að aka drjúg­an spöl inn­an­bæjar á raf­magn­inu ein­göngu. Það er sann­ar­lega vel.

Akst­ur og upp­lif­un

Í upp­hafi áhuga­verðrar bíl­ferðar um Vín­ar­borg og ná­grenni í góðum fé­lags­skap prófaði blaðamaður svo­kallaða „stau“. Í Aust­ur­ríki er þetta notað yfir um­ferðaröngþveiti, sem er mun óþjálla og lengra orð. Það tók rosa­lega lang­an tíma að kom­ast úr „stau“ en það var fjarri því óþolandi því ég var ekki að flýta mér og svo gafst ein­stakt tæki­færi til að líða hljóðlaust og hrein­lega um miðborg­ina í Vín á fal­legu öku­tæki. Hann gekk nefni­lega á raf­magn­inu nán­ast all­an tím­ann í öngþveit­inu. Inn­an um reykj­andi vöru­bíla sat maður inni í bíln­um með tand­ur­hreina sam­visku.

Þegar út á hraðbraut var komið var ljóm­andi skemmti­legt að finna snerp­una í bíln­um og um leið horfa á eyðslu­töl­urn­ar sem voru í engu sam­ræmi við þyngd­ina á bens­ín­fæt­in­um. Þ.e. töl­urn­ar voru rétt­ar en óvenju­leg­ar miðað við hressi­lega akst­urslagið.

Þægi­leg­ur er hann, það má hann eiga. All­ur sá munaður sem manni dett­ur í hug er til staðar og líka ým­iss kon­ar munaður sem manni datt ein­fald­lega ekki í hug. F-Sport út­færsla bíls­ins er mjög áhuga­verð og skemmti­leg. Fjöðrun­in er mun stífari (til dæm­is í Sport+ still­ing­unni). Skipt­ing­in er í takt við sportið og bíll­inn skipt­ir sér á hærri snún­ingi.

Akst­ur var í alla staði ánægju­leg­ur en mik­ill vill meira seg­ir ein­hvers staðar, ekki satt? Ég vildi afl­meiri bíl. Eins og 197 hö séu ekki nóg. Það er því gam­an að geta greint frá því að á næsta ári er Tur­bo út­gáfa vænt­an­leg af NX bíln­um. Eft­ir því sem kunn­ug­ir segja er það eitt­hvað sem auðveld­lega má hlakka til.

Eitt er það sem sí­fellt get­ur farið í mín­ar fín­ustu taug­ar. Það er svo­kallað „Acti­ve Sound Control“ en það er nokkuð öfl­ugt vél­ar­hljóð sem fylg­ir snún­ingi véla í sport still­ingu en er samt ekki í raun og veru frá vél­inni sjálfri. Ég hef hitt marga bíla­blaðamenn sem eru mjög hrifn­ir af þess­ari tækninýj­ung sem gef­ur bíl­stjóra og farþegum þá til­finn­ingu að þeir séu í bíl með sex lítra V12 vél. Kannski á ég eft­ir að læra að meta þetta en núna trufl­ar þetta mig. Svona er ein­mitt í F-Sport bíln­um þegar hann er í sport + still­ingu. Auðvitað er þetta flott, al­veg þar til hug­ur­inn minn­ir mann á að þetta sé ekki al­vöru.

Öryggi og sam­keppni

NX er bú­inn allskyns ör­ygg­is­búnaði og má þar nefna veg­línu­les­ara sem kem­ur í veg fyr­ir að ökumaður húrri yfir á öf­ug­an veg­ar­helm­ing eða fari út af. Bíll­inn tek­ur stjórn­ina ef í voða stefn­ir. Annað er „blind spot monitor“ sem læt­ur öku­mann vita með blikki í hliðarspegl­um ef öku­tæki er í blinda svæði öku­manns. Þeir bíl­ar sem fá­an­leg­ir eru hér á landi og segja mætti að væru í beinni sam­keppni við NX eru BMW X3 og jafn­vel BMW X4 og Audi Q5. Til að ein­falda mál­in og gæta sann­girni er best að halda sig við einn af hvorri teg­und og hafa því X3 og Q5 til viðmiðunar. Ódýr­ast­ur fæst NX á 8.590.000 kr. og dýr­ast­ur (Lux­ury úr­færsl­an) á 12.480.000 kr. Þar á milli eru þrjár út­færsl­ur.

Q5 er í ódýr­ustu út­færslu á 9.040.000 kr. og í þeirri dýr­ustu á 13.490.000 kr.

X3 fæst í tveim­ur út­færsl­um og kost­ar sú ódýr­ari 6.990.000 kr. og sú dýr­ari 9.560.000 kr.

Eyðslu­töl­ur NX og X3 eru sam­bæri­leg­ar en CO2 gildið í NX er lægst af þess­um þrem­ur, enda eini tvinn­bíll­inn af þess­um þrem­ur.

NX er áhuga­verður kost­ur í þess­um flokki jepp­linga og verðið er sann­gjarnt í hinu stóra sam­hengi.

mal­in@mbl.is