Fara í efni

Renault Group verðlaunar BL

Fréttir

Frétt af visir.is

Á alþjóðlegri ráðstefnu Renault, sem haldin var í París í maí með fulltrúum níutíu innflytjenda Renault frá 85 löndum víðs vegar að úr heiminum, var fjallað um alþjóðlega bílamarkaðinn og horfurnar framundan á næstu misserum ásamt helstu nýjungum sem framundan eru hjá Renault. 

Í lok ráðstefnunnar verðlaunaði Renault þá innflytjendur sem náðu bestum söluárangri á árinu 2015 og var BL þar á meðal.  Markaðshlutdeild Renault Group á Íslandi, þ.e. Renault og Dacia, nam 7,6 prósentum á síðasta ári þegar 1.163 bílar voru seldir, 58% fleiri en 2014. 

Þessi jákvæða þróun hefur haldið áfram það sem af er þessu ári og er markaðshlutdeildin nú komin í rúmlega 8%.

http://www.visir.is/renault-group-verdlaunar-bl-/article/2016160608838