Fara í efni

Reffi­leg­ur og spræk­ur Renault Mé­ga­ne

Fréttir

Frétt af mbl.is

Það er óhætt að segja að Renault-fjöl­skyld­an gangi í end­ur­nýj­un lífdaga um þess­ar mund­ir því hvert vel heppnaða mód­elið kem­ur á markaðinn á fæt­ur öðru og það sem meira er, lín­unni hef­ur allri verið léð einkar vel heppnað út­lit svo af­ger­andi ætt­ar­svip­ur­inn leyn­ir sér ekki.

Þegar hafa komið fram Capt­ur og Kadjar (sem und­ir­ritaður reyndi og var hrif­inn af) og nú síðast bæt­ist við 4. kyn­slóðin af Renault Mé­ga­ne. Rétt eins og stóru bræðurn­ir er hér kom­inn bráðskemmti­leg­ur akst­urs­bíll og um klárt skref fram á við að ræða hjá Renault.

Vel heppnuð inn­rétt­ing

Það fyrsta sem slær öku­mann þegar sest er inn í bíl­inn er ger­breytt og vel heppnað stjórn­borðið. Farn­ar eru beygj­ur og sveigj­ur og í staðinn er kom­inn þver­hnípt og renni­slétt fram­hlið stjórn­tækja sem minn­ir við fyrstu sýn á það sem maður á að venj­ast í Volvo-bíl­um seinni ára, og ekki leiðum að líkj­ast þar. Fram­setn­ing helsta búnaðar og viðmót allt er ein­fald­lega fram sett, nán­ast mini­malískt, og það tek­ur enga stund að verða eins og heima hjá sér. Fyr­ir þá sem vilja vera með putt­ann á púls­in­um hvað um­hverfið varðar þegar þeir fara um á bíl þá má fletta upp margs kon­ar töl­fræði gegn­um snerti­skjá­inn sem er hjartað í stjórn­tækj­un­um og glöggva sig þar á öllu mögu­legu sem snýr að akstr­in­um og um­hverf­inu. Sumt virk­ar máske held­ur lang­sótt og ekki á áhuga­sviði bí­leig­enda í það heila en þess­ir hlut­ir skipta máli í sí­aukn­um mæli og vel gert hjá Renault að vera á und­an bylgj­unni. Það er þó óþarf­lega flók­in leið að stöðvam­inn­inu fyr­ir út­varpið og ekki heigl­um hent að ætla að skipta um stöð á ferð; það er bein­lín­is hættu­legt að ætla að pikka og pota sig áfram þar uns há­deg­is­frétt­irn­ar finn­ast. Vera má að hægt sé að stilla stöðvarn­ar fast­ar á aðalviðmót snerti­skjás­ins en það tókst þá und­ir­rituðum ekki. Útvarpið er jú það sem oft­ast þarf að eiga við á ferð og því skrýtið að það blasi ekki við öll­um stund­um. Á móti má nefna að hljóm­ur­inn er einkar tær og góður í hljóðkerf­inu. Unga fólkið sem fékk far og kall­ar ekki allt ömmu sína þegar hljóðkerfi og hljóm­ur er ann­ars veg­ar hafði sér­stak­lega orð á þessu.

Þægi­leg­ur í akstri og um­ferð

Það slær mann að sama skapi hvað Mé­ga­ne virk­ar breiður að inn­an og eft­ir því rúm­góður. Hér er nóg af plássi, fram í sem aft­ur í, og sæti bæði og efn­is­val hafa tekið fram­förum frá síðustu kyn­slóð.

Það vek­ir líka at­hygli hve hljóðlát­ur bíll­inn er í akstri en á móti kem­ur ein­kenni­legt gnauð eða ýlf­ur í miðstöðinni þegar hún er á lág­um blæstri. Hvin­ur­inn á há­blæstri er skilj­an­leg­ur en það á helst ekki að heyr­ast múkk í miðstöðinni þegar hún mal­ar á lág­um snún­ingi.

Þá er vert að geta þess að það fer fjarska vel um öku­mann und­ir stýri. Gír­stöng og hand­bremsa eru á upp­hækkuðum miðju­stokki milli fram­sæta og staðsetn­ing þeirra er fyr­ir­tak. Ökumaður stein­ligg­ur um­vaf­inn í sæti sínu og þarf hvergi að teygja sig í gír­stöng­ina né hand­bremsu. Þá er stýris­gjörðin sver og vönduð viðkomu, og meira að segja neðanskor­in svo ekki skort­ir á sport­bíla­til­finn­ing­una. Allt í allt er Mé­ga­ne all­ur hinn fín­asti að inn­an.

Í akstri kem­ur bíll­inn einna helst á óvart því 110 hestafla dísel­vél­in er hörku­spræk og bein­skipt­ing­in mjög þægi­leg í allri um­gengni. Togið er hress­andi og Mé­ga­ne bregst dúnd­ur­vel við inn­gjöf­inni, bæði í upp­taki og eins þegar á ferð er komið. Bíll­inn er með skriðlás eða brekkuaðstoð (e. Hill Start Ass­ist) sem varn­ar því að hann renni aft­ur á bak þegar tengsl­in eru rof­in, til dæm­is í brekku á rauðu ljósi, og því ekk­ert stress með það fyr­ir öku­mann. Jafn auðvelt er að taka af stað í brekku og á jafn­sléttu.

Upp­gef­in eyðsla á hinni snörpu dísel­vél er gef­in 3,7 lítr­ar í blönduðum akstri. Ekki tókst und­ir­rituðum að ná þeim „lægðum“ í eldsneytis­eyðslu – enda lítið ekið á þjóðveg­um svo allri sann­girni sé haldið til haga – en best náðist um 5 lítr­ar inn­an­bæjar, og þegar ekið var með eyðslu­sam­asta móti náði eyðslan um 6,3 lítr­um. Meira fékkst bíll­inn ekki til að eyða.

Fal­leg­ur og renni­leg­ur á að líta

Þær út­lits­breyt­ing­ar sem hafa verið gerðar á Mé­ga­ne eru all­ar til bóta. Útlitið er ein­falt við fyrstu sýn en fljót­lega fer maður að staldra við ýmis skemmti­lega af­greidd smá­atriði sem ljá hon­um fal­leg­an svip og fá mann til að staldra við. Svip­mik­il LED-ljósa-um­gjörðin sem hverf­ist um aðall­ugt­ir fram­ljós­anna sver sig í ætt við aðra nýja bíla frá Renault og ljær hon­um auðþekkj­an­leg­an og flott­an svip, og það er til marks um aukið sjálfs­traust Renault að tíg­ullaga merkið er stærra og sett í svip­meiri um­gjörð á fram­hlið bíls­ins eins og er með aðra nýja bíla frá fram­leiðand­an­um. Er það vel enda full ástæða fyr­ir Renault að standa keik­ir um þess­ar mund­ir því lín­an þeirra er ein­fald­lega feikisterk.

http://www.mbl.is/bill/domar/2016/04/15/reffilegur_og_spraekur_renault/