Svo virðist sem rafmagnsbílavæðing Noregs sé á undan áætlun og eru menn ekki alveg vissir um hvernig eigi að bregðast við því. Norðmenn hafa verið fremstir þjóða í að ýta undir rafmagnsbílavæðingu og hafa með margskonar styrkjum og ívilnunum stuðlað að því að bílakaupendur leiti í rafmagnsbíla. Er nú svo komið að um 10% nýrra bíla sem seljast í Noregi eru rafmagnsbílar.
Ætlunin var að styðja rækilega fyrstu 50.000 kaupendur rafmagnsbíla og ýta þannig rækilega á eftir innleiðingu þeirra. Það var mat stjórnvalda í Noregi að landið hentaði mjög vel til þess að taka upp rafmagnsbíla enda væri mikið framleitt af umhverfisvænu rafmagni í gegnum vatnsafl, rétt eins og hér. Nú er hins vegar að koma í ljós að kaupendur rafmagnsbíla hafa tekið mjög vel við sér og eru horfur á að Noregur nái markmiðum sínum tveimur og hálfu ári á undan áætlun eða strax á miðju ári 2015. Það krefur stjórnvöld um að endurmeta sín plön en nú eru um 10% nýrra bíla rafmagnsbílar. Í landinu eru nú 21 þúsund rafmagnsbílar eða jafnmargir og bílar New Hampshire. Þetta jafngildir því að um 1,3 milljónir bíla í Bandaríkjunum væru rafmagnsknúnir.
Stjórnvöld hafa veit eigendum rafmagnsbíla miklar ívilnanir, þeir fá að leggja ókeypis, sérstakar hleðslustöðvar hafa verið settar upp fyrir þá, þeir mega nýta sér akreinar strætisvagna og þá eru þeir undanskildir vegatollum og þurfa ekki að greiða fyrir ferjusiglingar. Þetta var til að ýta á eftir sölu bíla eins og Nissan Leaf og Tesla Model S. Þegar allt er reiknað með nemur styðningurinn um 8.000 Bandaríkjadollurum á hvern bíl eða ríflega 900.000 krónur.
Nissan greindi frá því fyrir stuttu að að Nissan Laufið væri mest seldi bíllinn í Noregi og þá óháð aflgjafa. Model S var vinsælasti nýji bíllinn í Noregi síðasliðin september.
Nú er bara spurningin, munu Norðmenn breyta stuðningi sínum við rafmagnsbíla í kjölfar velgengni þeirra. Þetta er jú alltaf spurning um tekjur ríkisins segir í frétt á billinn.is