Fara í efni

Rafbíllinn Peugeot e-208 Íslandsmeistari í nákvæmnisakstri

Fréttir

Rafbíllinn Peugeot e-208 er Íslandsmeistarinn í nákvæmnisakstri (Regularity Rally) en dagana 20-22. ágúst fór fram Ísorka eRally Iceland 2020. Í þriðja sæti var annar rafbíll frá Peugeot e-2008. Þetta var frumraun Jóhanns ökumanns og Péturs, aðstoðarökumanns, í nákvæmnisakstri og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Nákvæmnisakstur er ótrúlega krefjandi akstur því frávik frá uppgefnum meðalhraða má ekki vera meira en 1/10 úr sekúndu og eru frávik mæld með mjög nákvæmum GPS búnaði um 200 sinnum á öllum af 21 akstursleið. Til viðbótar náðu Jóhann og Pétur 4. sæti í heildarkeppninni. "Þessi keppni kom mér mjög á óvart og var miklu skemmtilegra en ég gerði ráð fyrir. Nú bara mæta á næsta ári og gera betur" segir Jóhann Egilsson, ökumaður Peugeot e-208 frá Brimborg.

707,3 km á þremur dögum

Ísorka eRally Iceland er keppni sem er hluti af mótaröð af FIA heimsmeistaramóti sem kallast Electric and New Energy Championship þar sem keppt er í nákvæmnisakstri (Regularity rally) og sparakstri). Markmið eRally er að kynna nýjustu tækni ökutækja sem ætlað er að spara orku og gefa frá sér minnsta mögulegt magn mengunar og koltvísýrings. Því er einnig ætlað að hvetja alla ökumenn til að breyta akstri með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja. Heimsmeistaramótið í e-rallý (E-Rally Regularity Cup) er að öllu leyti helgað rafknúnum ökutækjum. Ekki má gera neinar breytingar á bílunum og verða keppendur að geta notað ökutæki sín til daglegrar notkunar. Markmið keppninnar er að keyra akstursleið á ákveðnum tíma og ákveðnum meðalhraða. Til viðbótar þarf ökumaður að huga að rafmagnseyðslunni og halda henni í lágmarki. Refstig eru gefin ef keyrt er of hratt eða of hægt, of stutt eða of langt og einnig eru gefin refsistig ef eyðsla í keppninni er umfram uppgefna raforkunotun bílsins skv. WLTP staðli.

Jóhann og Pétur óku Peugeot e-208 rafbílnum 703,7 km á þremur dögum og rafmagnseyðslan var 15,86 kW per 100 km. Raforkunotkun í keppninni hjá þeim er því 111,6 KWh, kostnaður per kWh á heimarafmagni er um 16 kr. og heildarorkukostnaður í keppninni því 1.785 kr. Vegalengdin er nálægt því eins og ekið hafi verið frá Reykjavík til Akureyrar og aftur til baka.

Keppnisbílarnir voru Peugeot e-208 og Peugeot e-2008

Peugeot e-208 og Peugeot e-2008 eru báðir 100% hreinir rafbílar og eru nákvæmlega eins og þeir bílar sem Brimborg býður til sölu í sýningarsal Peugeot á Íslandi. Þeir eru báðir sjálfskiptir með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Þeir eru báðir búnir 50 kWh drifrafhlöðu og er drægni bílanna skv. WLTP mælingu annars vegar 340 km. og hins vegar 320 km. Hægt er að hlaða drifrafhlöðu bílsins bæði heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöð og tekur aðeins 30 mínútur að hlaða tóma rafhlöðuna í 80% drægni. Allir rafbílar Peugeot eru með fjarstýrðum forhitara sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur og einnig er varmadæla staðalbúnaður í öllum Peugeot rafbílum. Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi, því hún nýtist best í hitastigi sem er frá -5 til +15. Varmadælan endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir því kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni til að hita eða kæla bílinn. Það getur munað allt að 50 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. Rafbílar án varmadælu þurfa annars að nota hluta af orku rafhlöðunnar fyrir miðstöðina.

Allar nánari upplýsingar um Peugeot e-208 má finna á vef Peugeot á Íslandi hér.

Allar nánari upplýsingar um Peugeot e-2008 má finna á vef Peugeot á Íslandi hér.