Fara í efni

Rafbílasýning Hyundai á Íslandi

Fréttir

Hyundai á Íslandi heldur sérstaka rafbílasýningu á morgun, laugardag, milli kl. 12 og 16 þar sem vetnisbíllinn Nexo verður meðal annars frumsýndur. Í sýningarsalnum verða auk Nexo, Kona EV, Ioniq EV og tengiltvinnbíllinn Ioniq Plug in Hybrid og verða þrír síðast nefndu bílarnir jafnframt til taks í reynsluakstur. Á sýningunni býðst áhugasömum gestum að skrá sig í reynsluakstur á Nexo eftir helgi, en frumsýningarbíllinn er sá eini sem kominn er til landsins. 

KONA EV

Rafknúni borgarjepplingurinn Hyundai KONA EV er 100% rafbíll sem hægt er að aka um 449 km á hleðslunni samkvæmt WLTP. Bíllinn hefur hvarvetna fengið góðar viðtökur fyrir hagstætt verð, ríkulegan búnað, aksturseiginleika, drægni og snerpu enda er hann rúmlega 200 hestöfl og aðeins 7,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. í Bretlandi hefur Kona EV nú bæði verið kjörinn „Bíll ársins“ og „Fjölskyldubíll ársins“ hjá Next Green Car Awards.

IONIQ EV

Hyundai IONIQ EV er 100% 120 hestafla rafbíll sem hefur um eða yfir 200 km drægni. Bíllinn, sem boðinn er í þremur búnaðarútgáfum (Classic, Comfort og Style), hefur fengið virt hönnunarverðlaun og víða verið kosinn bíll ársins vegna góðs rýmis, aksturseiginleika og ríkulegs þæginda- og öryggisibúnaðar. Bíllinn hefur meðal annars verið kjörinn „Umhverfismildasti bíllinn á markaðnum“ af Samtökum bifreiðaeigenda í Þýskalandi auk þess sem Auto Bild þar í landi sagði hann „hagkvæmustu rafbílakaupin“ 2018.

IONIQ Plug in Hybrid

Tengiltvinnútgáfan Ioniq Plug in Hybrid hefur sömuleiðis verið vel tekið á mörkuðunum og var nú síðast í janúar kjörinn „Besti tengiltvinnbíllinn“ í sínum verðflokki hjá What Car? í Bretlandi. Bíllinn hefur annars vegar 1,6 lítra Atkinson GDi-bensínvél og hins vegar 44,5 kW rafmótor, sem tengjast sex þrepa sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu. Saman skila vélarnar 141 hestafli. Hægt er að aka bílnum rúmlega 60 km á rafmótornum einum saman. 

Frumsýning NEXO

Nexo er búinn 163 hestafla rafmótor, 40kW rafhlöðu og efnarafal sem vinnur rafmagn úr súrefni úr andrúmsloftinu og vetni af eldsneytistanki bílsins og hleður því á rafhlöðuna þaðan sem rafmótorinn sækir orkuna. Ekki þarf að hlaða rafhlöðu bílsins sérstaklega. Drægni Nexo er um 666 km, snerpan frá 0-100 km/klst er 9,2 sekúndur og hámarkshraði um 180 km/klst. 

Vel búnir rafbílar frá Hyundai

Allir rafbílar Hyundai á Íslandi eru vel búnir þæginda- og öryggisbúnaði eins og hægt er að kynna sér á bl.is eða hyundai.is. Nexo, sem kynntur verður fyrst á sýningunni á laugardag, er nýjasta flaggskip Hyundai í flokki sífellt stækkandi flota grænna bíla sem byggja á mismunandi lausnum í samræmi við mismunandi aðstæður og þörfum viðskiptavina. Hann er búinn öllum helstu tækninýjungum Hyundai sem einstök markaðssvæði geta valið úr í samræmi við eigin þarfir og hægt er að kynna sér nánar á sýningunni á morgun. Nexo hefur þegar hlotið margvísleg alþjóðaverðlaun, meðal annars fyrstu verðlaun sem „Val ritstjóra Reviewed.com“ (Reviewed.com Editor’s Choice award) á einni stærstu tækniráðstefnu heims (Consumer Electronic Show) sem árlega fer fram í Las Vegas.