Fara í efni

Rafbílar vinsælasti orkugjafinn í nóvember 2024

Fréttir

Rafbílar vinsælasti orkugjafinn í nóvember 2024

Rafbílar voru 53,0% af nýskráðum fólksbílum í nóvember, sem gerir þá að mest skráða orkugjafanum í mánuðinum. Næst á eftir komu dísilbílar með 18,8% skráninga, tengiltvinnbílar með 15,0%, hybrid-bílar með 10,3% og bensínbílar voru fæstir með aðeins 2,9% skráninga.

Á árinu fram til þessa hafa rafbílar verið 25,1% af nýskráðum fólksbílum, en skráning þeirra hefur aukist verulega á síðari hluta ársins. Hybrid-bílar eru í öðru sæti með 21,7%, tengiltvinnbílar með 17,0% og dísil- og bensínbílar með 19,9% og 16,3% hver um sig.

Ef nýskráningar fólksbíla á bílaleigur eru undanskildar, hefur hlutfall rafbíla það sem af er ári verið 44,1%.

Nýskráðir fólksbílar í nóvember 2024

Skráning nýrra fólksbíla dróst saman í nóvember í ár samanborið við nóvember í fyrra. Alls voru skráðir 506 nýir fólksbílar nú en voru 1.297 í sama mánuði í fyrra. Er það samdráttur upp á 61,0%.

*Tölur eru MTD

Það sem af er ári hafa verið skráðir 9.407 nýir fólksbílar samanborið við 16.096 sem er samdráttur upp á 41,6%.

*Tölur eru YTD

Toyota var mest skráða tegundin í nóvember með 95 nýskráða fólksbíla, sem samsvarar 18,8% af öllum skráðum fólksbílum í mánuðinum. Tesla fylgir í öðru sæti með 53 skráningar eða 10,5% af heildarskráningum, en KIA er í þriðja sæti með 50 skráningar og 9,9% hlutdeild.

Ef litið er á árið í heild sinni fram til nóvember, hefur KIA verið mest skráða bílategundin með 13,8% markaðshlutdeild. Toyota kemur næst með 13,6% hlutdeild, á meðan Hyundai situr í þriðja sæti með 11,8% markaðshlutdeild.

*tölur til og með 30. nóvember 2024