Fara í efni

Ráðstefnan Bílar, fólk og framtíðin verður haldin í Hörpu (Silfurbergi) fimmtudaginn 17. nóvember nk.

Fréttir

Ráðstefnan er ætluð fagaðilum og áhugasömum sem tengjast bílgreininni almennt, samgöngumálum og opinberum stofnunum. 

Vista Expo stendur að framkvæmd ráðstefnunnar í samstarfi við Samgöngustofu og Vegagerðina. Aðrir samstarfsaðilar ráðstefnunnar eru Bílgreinasambandið, Innanríkisráðuneytið, Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Samtök atvinnulífsins. Markmiðið er að allir sem koma að umferð og umferðaröryggismálum hér á landi komi saman til að ræða þessa þróun og að hægt sé að marka vel skilgreinda stefnu.

Dagskráin er fjölbreytt og afar áhugaverð, og tekur m.a. á erindum sem snúa að sjálfkeyrandi bílum, vegakerfi framtíðarinnar og hver mun eiga upplýsingarnar um ferðir okkar. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu ráðstefnunnar, www.bff.is

Miðaverð er 29.500.- og eru kaffiveitingar, hádegisverður, léttar veitingar í dagskrárlok og ráðstefnugögn innifalin í miðaverði.

Skráðu þig hér