Fara í efni

Qashqai bíll ársins hjá What Car?

Fréttir

Bílablaðið What Car? hefur valið Nissan Qashqai sem bíl ársins 2014. Hann var einnig valinn besti litli jeppinn af blaðinu.
Tilkynnt var um val blaðsins við athöfn í London í dag en Nissan Qashqai er smíðaður í annarri breskri borg, Sunderland.
Ritstjóri tímaritsins hrósaði Nissan við þetta tækifæri fyrir að úthugsa „hvert einasta smáatriði“ í bílnum. Sagð hann Qashqai einkennast af „afburðagæðum, fágun og fyrsta flokks þægindum“.
Qashqai var sjötti söluhæsti bíll Bretlandseyja á nýliðnu ári, 2013. Af honum fóru rúmlega 50.000 eintök þar í landi.