Fara í efni

Polestar 5 rafknúinn 4 dyra GT frumsýndur með nýrri, einstakri, Polestar rafmagns aflrás

Fréttir

Polestar sýnir þróunarfrumgerð Polestar 5 opinberlega í fyrsta skipti á Goodwood Festival of Speed 2022 (23.-26. júní). Polestar 5 er einstaklega kraftmikill, rafknúinn, 4 dyra GT með viðeigandi sportbílaeiginleikum og er hann framleiðsluútfærsla Precept hugmyndabílsins sem sýndur var fyrst árið 2020.

Pete Allen, yfirmaður rannókna og þróunar hjá Polestar í Bretlandi, segir: „Polestar 5 er að mótast í átt að frábærum 4 dyra GT og sönnum Polestar. Tæknilegi grunnur bílsins sameinar mikilvæga eiginleika ofursportbíla sem framleiddir eru í takmörkuðu magni og með tækniframförum nútímans er hægt að tryggja létta en stífa undirvagnstækni fyrir sportbíl í fjöldaframleiðslu.

Teymið í Bretlandi hefur notað tækifærið til að vinna að nýjum vélrænum undirvagni með því að hanna og þróa einstaka samþættingu áls í undirvagninum, lykilatriði til að ná einstökum og afburða aksturseiginleikum til að skila akstursupplifun sem er jafn eftirsóknarverð og hönnunin.

Í Svíþjóð stendur yfir þróun nýrrar rafknúinnar aflrásar í fremstu röð. Nýr rafmótor að aftan mun veita yfirburða afköst ásamt 800 volta hraðhleðslugetu. Ásamt afkastamiklum rafmótor á framás er markmiðið að tvöföld aflrásin skili 650 kW (884 hö) og 900 Nm.

Jörg Brandscheid, framkvæmdastjóri tæknimála Polestar og yfirmaður rannsókna og þróunar, segir: „Nýja aflrásin sem við erum að vinna að mun setja vörumerki okkar ný viðmið í afköstum fyrir bíla okkar. Að sameina styrk okkar í verkfræðihönnun rafmótora við framfarir í léttri undirvagnstækni leiðir til sannarlega einstaks akstursbíls.“

Polestar 5 mun aka upp hina heimsfrægu Goodwood hæð tvisvar á dag meðan á viðburðinum stendur í „First Glance“ hópnum. Stefnt er að því að koma bílnum á markað árið 2024 og er hann þriðji af þremur nýjum rafbílum sem búist er við að Polestar komi á markað á næstu þremur árum, á eftir Polestar 3 og Polestar 4 rafjeppunum.

YouTube heimildarmyndaröð Polestar sýnir hvernig fyrirtækið er að umbreyta Precept hugmyndinni í framleiðsluútfærsluna Polestar 5 í mun meiri smáatriðum en venjulega er sýnt á meðan á þróun bíls stendur.

Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar, segir: „Polestar 5 er verkefni sem mun skilgreina Polestar sem fyrirtæki. Framsækin hönnun þess og háþróuð verkfræði setja tóninn fyrir framtíð Polestar. Við höfum yfir að ráða miklum hæfileikum sem gerir okkur kleift að búa til sannarlega einstaka rafbíla.“