Fara í efni

Óheppi­leg óvissa um stuðning stjórn­valda

Fréttir

Frétt af mbl.is

Það er ekk­ert leynd­ar­mál að raf­bíl­ar kosta enn meira en bens­ín- og dísil­bíl­ar frá fram­leiðanda, og njóta góðs af lág­um vöru­gjöld­um og sér­stök­um af­slætti af virðis­auka­skatti.

Verðið lækk­ar hratt og tækn­inni fleyg­ir fram en ljóst að íviln­ana verður áfram þörf ef raf­bíl­arn­ir eiga að geta keppt við hefðbundna bíla.

Skúli K. Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs BL, seg­ir reynsl­una í Dan­mörku hafa sýnt að ef að íviln­an­irn­ar hverfa snar­stopp­ar raf­bíla­sal­an. „Á síðasta ári mátu stjórn­völd í Dan­mörku stöðuna sem svo að þar sem sal­an á raf­bíl­um væri orðin nokkuð góð væri óhætt að minnka stuðning­inn. Útkom­an var sú að sal­an hrundi. Það sem af er þessu ári hef­ur ekki einn ein­asti raf­bíll selst í Dan­mörku.“

Er þetta allt önn­ur stefna en fylgt hef­ur verið í Nor­egi. Seg­ir Skúli að þar fari stjórn­völd vissu­lega á mis við skat­tekj­ur með því að veita raf­bíl­um und­anþágu, en stjórn­völd hafi metið það sem svo að sam­fé­lags­leg­ur ávinn­ing­ur af raf­bíla­væðingu sé fórn­ar­inn­ar virði.

Að mati Skúla er það áhyggju­efni að yf­ir­völd hér á landi hafi ekki mótað lang­tíma­stefnu þar sem áfram­hald­andi íviln­an­ir væru tryggðar. Þess í stað hafa stjórn­völd samþykkt und­anþágur eitt ár í senn. „Er það mjög óþægi­legt bæði fyr­ir þá sem flytja inn og selja þessa bíla, en ekki síður fyr­ir þá sem eru að fjár­festa í og byggja upp innviði um allt land fyr­ir raf­bíla­flot­ann, en gætu staðið frammi fyr­ir því einn góðan veður­dag að stuðning­ur rík­is­ins hverfi og botn­inn detti þar með úr raf­bíla­markaðinum.“

http://www.mbl.is/bill/frettir/2017/03/03/oheppileg_ovissa_um_studning_stjornvalda/

 

  •